Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra 

Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti þann 10. október sl. að auglýsa eftirfarandi deiliskipulagstillögur, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hvolsvöllur – Deiliskipulagstillaga og greinargerð
Deiliskipulagstillagan tekur til svæðis sem er um 13 ha að stærð og liggur norðan núverandi íbúðarsvæðis, vestan Nýbýlavegar. Svæðið sem um ræðir skiptist í 3,1 ha íbúðarsvæði, 5,8 ha íbúðarsvæði og 3,3 ha opið svæði. Gert er ráð fyrir að á svæðinu rísi lágreist byggð með fjölbreyttum húsagerðum, þ.e. einbýli, par- og raðhús. Lögð verður áhersla á góðar göngu- og hjólaleiðir bæði innan svæðis og við aðliggjandi svæði, ásamt fjölbreyttum leik- og útivistarsvæðum. Gert er ráð fyrir nýrri vegtengingu frá Þjóðvegi 1 sem mun liggja norðan við hið nýja íbúðarsvæði og tengjast við Nýbýlaveg.   

Laxhof – Deiliskipulagstillaga
Deiliskipulagstillagan tekur til 1 ha landspildu, Laxhof, sem stofnuð er út úr Hesteyrum 3 í V-Landeyjum. Tillagan gerir ráð fyrir byggingarreit undir íbúðarhús, gestahús auk aðkomuvega.   

Steinmóðarbær 4 – Deiliskipulagstillaga
Deiliskipulagstillagan tekur til 12.600 m2 svæðis innan lands Steinmóðarbæjar 4. Innan byggingarreits er heimilt að byggja allt að 200 m2 íbúðarhús, allt að 200 m2 skemmu og tvö gestahús, sem hvort um sig geta verið allt að 45 m2

Skiphóll – Deiliskipulagstillaga
Deiliskipulagstillagan tekur til 32,5 ha spildu, Skiphóls í A-Landeyjum. Á byggingarreit Í1 er heimilt að byggja allt að 150 m2 íbúðarhús, allt að 50 m2 bílgeymslu og allt að 40 m2 gestahús. Á byggingarreitum F1 og F2 er heimilt að byggja allt að 70 m2 frístundahús auk 15 m2 smáhýsis. Á byggingarreit Ú1 er heimilt að byggja allt að 1.000 m2 hús fyrir hestatengda starfsemi eða aðra landbúnaðartengda starfsemi.   

Eyvindarholt – Deiliskipulagstillaga
Deiliskipulagstillagan tekur til ca 4,0 ha svæðis þar sem gert er ráð fyrir fjórum byggingarreitum. Innan byggingarreits B1 er heimilt að byggja allt að sex gestahús, hvert um sig allt að 50 m2. Á byggingarreit B2 er íbúðarhús sem heimilt verður að stækka og byggja bílskúr, allt að 300 m2. Innan byggingarreits B2 er heimilt að byggja allt að 250 m2 íbúðarhús á einni hæð með bílskúr. Innan byggingarreits B4 er fjárhús og hlaða sem heimilt verður að stækka í allt að 350 m2. Fjárhúsinu verður breytt í gistiaðstöðu fyrir allt að 12 gesti. 

 

Ofangreindar deiliskipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 16. október 2019. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 27. nóvember 2019. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli. 

 F.h. Rangárþings eystra
Guðmundur Úlfar Gíslason
Skipulags- og byggingarfulltrúi

 

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru kynntar sameiginlega skipulagslýsingar að, annars vegar breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024, og hins vegar deiliskipulags.

Útskák – Aðalskipulagsbreyting ásamt deiliskipulagi
Um er að ræða breytingu á landnotkun á rúmlega 5 ha svæði sem nefnist Útskák og er upprunalega úr landi Kirkjulækjarkots. Landnotkun er breytt úr landbúnaðarlandi (L) í íbúðarbyggð (ÍB) og frístundabyggð (F). Íbúðarbyggðin er með allt að fimm lóðum og frístundabyggðin með allt að fimm lóðum. 

Hamar – Aðalskipulagsbreyting ásamt deiliskipulagi
Um er að ræða breytingu á landnotkun á hluta lóðar, sem er 3,7 ha að stærð, og heitir Hamar (L218934). Breytt er landnotkun úr íbúðarbyggð (ÍB) í verslun- og þjónustu (VÞ). Áformuð er uppbygging á allt að 7 gistiskálum, með íslensku torfbæina sem fyrirmynd og geta rúmað allt að 25 gesti. Einnig er áformuð uppbygging aðstöðuhúss á svæðinu. 

Kirkjuhvoll – Aðalskipulagsbreyting ásamt deiliskipulagi
Um er að ræða breytingu á landnotkun á landssvæði í kringum hjúkrunar- og dvalarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli. Breytt er landnotkun þannig að svæði fyrir samfélagsþjónustu (S) verður stækkað. Gert er ráð fyrir stækkun hjúkrunarheimilisins og heilsugæslustöðvarinnar, ásamt uppbyggingu raðhúsa með íbúðum, sem ætlaðar eru fyrir íbúa 60 ára og eldri. 

Ystabæli – Aðalskipulagsbreyting ásamt deiliskipulagi
Um er að ræða breytingu á landnotkun á um 20 ha lóð úr jörðinni Ystabæliskoti (L163695). Breytt er landnotkun úr landbúnaðarlandi (L) í íbúðarbyggð (ÍB). Íbúðarbyggðin er með fimm lóðum sem eru hver um sig 4 ha að stærð.

Ofangreindar skipulagslýsingar verða kynntar fyrir almenningi með opnu húsi hjá skipulags- og byggingarfulltrúa, Austurvegi 4, Hvolsvelli, mánudaginn 30. september 2019 kl. 10:00 – 12:00. Einnig verður tillagan aðgengileg á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við skipulagslýsingarnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 7. október 2019.

 

Byggðarráð Rangárþings eystra samþykkti þann 29. ágúst sl. að auglýsa eftirfarandi deiliskipulagstillögur, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Efra-Bakkakot – Deiliskipulagstillaga
Deiliskipulagstillagan tekur til 20.500 m2 hluta af spildunni Efra-Bakkakot (L200367). Gert er ráð fyrir 730 m2 byggingareit, syðst á skipulagssvæðinu þar sem heimilt verður að byggja allt að 80 m2 frístundahús á einni hæð. Hámarks hæð húss er 4,0m frá gólfplötu. Einnig er heimilt að byggja allt að 30 m2 geymsluskúr á einni hæð. 

Sopi – Deiliskipulagstillaga
Deiliskipulagstillagan tekur til lögbýlisins Sopa (L172511) sem er alls um 2,5 ha að stærð. Innan byggingarreits er heimilt að byggja allt að 200 m2 íbúðarhús með bílskúr á 1-2 hæðum, og allt að 100 m2 aðstöðuhús. Nýtingarhlutfall verður að hámarki 0,02 og mænishæð allt að 7m mv. gólfplötu.

Ofangreindar deiliskipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 25. september 2019. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 6. nóvember 2019. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

F.h. Rangárþings eystra
Guðmundur Úlfar Gíslason
Skipulags- og byggingarfulltrúi

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra 

Byggðarráð Rangárþings eystra samþykkti þann 25. júli sl. að auglýsa eftirfarandi deiliskipulagstillögur, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Kaffi Langbrók – Deiliskipulagstillaga og greinargerð

Deiliskipulagstillagan tekur til byggingar parhúss, tveggja bílskúra og stækkunar á veitingastaðnum Kaffi Langbrók. 

Einars-, Oddgeirs- og Símonarsel – Deiliskipulagstillaga

Deiliskipulagstillagan tekur til  þriggja íbúðarhúsalóða sem eru stofnaðar út út Dalsseli 2. Lóðirnar eru allar um 2,7 ha að stærð og er heimilt að byggja eitt íbúðarhús, geymslu og gestahús á hveri lóð. 

Ofangreindar deiliskipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 14. ágúst 2019. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 25. september 2019. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra 20. mars 2019

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.

Borgareyrar – Deiliskipulagstillaga og greinargerð

Tillagan tekur til tveggja nýrra byggingarreita, B1 og B2. Á B1 verður heimilt að reisa 9 gistihús, hvert um sig allt að 30 m2 að stærð. Á B2 er heimilt að reisa 2 gistihús, allt að 30 m2 að stærð.

 Ofangreinda deiliskipulagstillögu er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 20. mars 2019. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 30. apríl 2019. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

 

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru auglýstar til kynningar eftirfarandi lýsingar að deiliskipulagi á Hvolsvelli, Rangárþingi eystra.

Hvolsvöllur, skóla- og íþróttasvæði – Deiliskipulagstillaga

Tillagan tekur til svæðis sem er um 13 ha að stærð. Svæðið afmarkast til austurs af Vallarbraut, íbúðarbyggð við Njáls- og Gunnarsgerði, Norðurgarð, Öldugerði og Litlagerð og til suðurs að miðsvæði Hvolsvallar. Norðan og vestan við svæðið er óbyggt landsvæði. Meginmarkmið skipulagsins er að skilgreina lóðir fyrir íþrótta-, skóla- og leikskólasarfsemi. Gert er ráð fyrir að skilgreina nýja lóð fyrir 6-8 deilda leikskóla, auk byggingarreits fyrir fjölnota íþróttahús og mögulegar stækkanir á grunnskóla, sundlaugarsvæði og íþróttahúsi. Endurskilgreina á Vallarbraut m.t.t. umferðaröryggis, auk þess sem stígakerfi og bílastæði verða endurskilgreind.

 

Hvolsvöllur – Deiliskipulagstillaga

Tillagan tekur til svæðis sem er um 13 ha að stærð og liggur norðan núverandi íbúðarsvæðis, vestan Nýbýlavegar. Svæðið sem um ræðir skiptist í 3,1 ha íbúðarsvæði, 5,8 ha íbúðarsvæði og 3,3 ha opið svæði. Gert er ráð fyrir að á svæðinu rísi lágreist byggð með fjölbreyttum húsagerðum, þ.e. einbýli, par- og raðhús á einni hæð. Lögð verður áhersla á góðar göngu- og hjólaleiðir bæði innan svæðis og við aðliggjandi svæði, ásamt fjölbreyttum leik- og útivistarsvæðum. Gert er ráð fyrir nýrri vegtengingu frá Þjóðvegi 1 sem mun liggja norðan við hið nýja íbúðarsvæði og tengjast við Nýbýlaveg.

 

Ofangreindar lýsingar á deiliskipulagstillögum er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 20. mars 2019. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 23. apríl 2019. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

F.h. Rangárþings eystra

Guðmundur Úlfar Gíslason

Fulltrúi skipulags- og byggingarmála

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra 20. febrúar 2019

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.

Brúnir 1 – Deiliskipulagstillaga

Deiliskipulagstillagan nær til 1,6 ha svæðis þar sem gert er ráð fyrir verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn, auk bílastæðis og leik/útisvæðis. Þjónustumiðstöðin getur verið allt að 115 m2 að grunnfleti, með bílastæði fyrir allt að 100 fólksbíla og 6 hópferðabíla.

Greinargerð

Uppdráttur

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst tillaga að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024.

Brúnir 1 – Aðalskipulagsbreyting

Aðalskipulagsbreytingin nær til 1,6 ha svæðis, í landi Brúna 1, Rangárþingi eystra. Breytingin felst í því að landbúnaðarsvæði (L) verður breytt í verslunar- og þjónustusvæði (VÞ).

Aðalskipulagsbreyting

Umhverfisskýrsla

Ofangreindar tillögur að skipulagsbreytingum er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 20. febrúar 2019. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 3. apríl 2019. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

F.h. Rangárþings eystra

Guðmundur Úlfar Gíslason

Fulltrúi skipulags- og byggingarmála

 

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra 23. janúar 2019

Samkvæmt 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst niðurstaða sveitarstjórnar vegna eftirfarandi breytingar á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024.

 Hamragarðar/Seljalandsfoss – Aðalskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti á fundi sínum þann 10. janúar 2019, tillögu að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 fyrir Hamragarða/Seljalandsfoss, Rangárþingi eystra. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim sem gerðu athugasemdir verið send umsögn sveitarstjórnar. Óverulegar breytingar á tillögunni voru gerðar eftir auglýsingu. Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst niðurstaða sveitarstjórnar vegna eftirfarandi deiliskipulagstillögu.

Hamragarðar/Seljalandsfoss – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti á fundi sínum þann 10. janúar 2019, tillögu að deiliskipulagi fyrir Hamragarða/Seljalandsfoss, Rangárþingi eystra. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim sem gerðu athugasemdir verið send umsögn sveitarstjórnar. Óverulegar breytingar á tillögunni voru gerðar eftir auglýsingu. Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

F.h. Rangárþings eystra

Guðmundur Úlfar Gíslason

Skipulags- og byggingarfulltrúi

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra 16. janúar 2019

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst til kynningar eftirfarandi lýsing aðalskipulagsbreytingar í Rangárþingi eystra.

 Útskák – Aðalskipulagsbreyting

Breytingin gerir ráð fyrir stækkun á núverandi frístundabyggð (F-353 Hellishólar) úr 10,0 ha í 13,7 ha, eða um 3,7 ha. Auk þess er um 0,45 ha landskika breytt úr frístundabyggð (F) í landbúnaðarsvæði (L). Norðurhluti hinnar breyttu frístundabyggðar er landspildan Útskák, 5,8 ha úr landi Kirkjulækjarkots.

Ofangreind tillaga að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings eystra verður kynnt fyrir almenningi með opnu húsi hjá skipulags- og byggingarfulltrúa, Austurvegi 4, Hvolsvelli, miðvikudaginn 16. janúar 2019, kl. 13:00-15:00. Einnig verður tillagan aðgengileg á heimasíðu Rangárþings eystra, www.hvolsvollur.is

 

F.h. Rangárþings eystra

Guðmundur Úlfar Gíslason

Fulltrúi skipulags- og byggingarmála

 

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra í janúar 2019

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru auglýstar eftirfarandi tillögur að breytingum á deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.

Hellishólar – Deiliskipulagsbreyting og lýsing

Deiliskipulagsbreytingin tekur til svæðis innan jarðarinnar Hellishólar, Rangárþingi eystra, þar sem að núverandi frístundabyggð (F) er breytt í íbúarbyggð (ÍB). Einungis er um breytingu á landnotkun að ræða og halda því aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags.

Eyvindarholt – Deiliskipulagstillaga

Deiliskipulagstillagan nær til 36,2 ha lands Eyvindarholts – Langhólma, Rangárþingi eystra. Tillagan felst í því að landbúnaðarsvæði (L) verður breytt í frístundabyggð (F). Gert er ráð fyrir allt að 14 byggingarreitum undir frístundahús.

Ráðagerði – Deiliskipulagstillaga

Deiliskipulagstillagan nær til 16,8 ha lands úr jörðinni Steinmóðarbær, Rangárþingi eystra. Tillagan felst í því að landbúnaðarlandi (L) verður breytt í frístundabyggð (L). Gert er ráð fyrir allt að 8 byggingarreitum undir frístundahús.

 

Vegna mistaka, er tillaga að deiliskipulagi fyrir Miðbæ Hvolsvallar auglýst aftur. Mistökin fólust í því að greinargerð, sem fylgja átti deiliskipulagsuppdrættinum, vantaði inn á heimasíðu sveitarfélagsins.

 Hvolsvöllur miðbær – Deiliskipulagstillaga og greinargerð

Deiliskipulagstillagan tekur til svæðis sem er beggja vegna þjóðvegar nr. 1 þar sem hann fer um Hvolsvöll. Skipulagssvæðið afmarkast til norðurs að aðveitustöð Rariks. Til vesturs afmarkast skipulagssvæðið af beinni línu samhliða langhlið kyndistöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. Til suðurs afmarkast skipulagssvæðið af Austurvegi 1 og til austurs af Vallarbraut. Stærð skipulagssvæðisins er um 14 ha.

 Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst tillaga að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024.

 Hellishólar – Aðalskipulagsbreyting

Aðalskipulagsbreytingin tekur til hluta af jörðinni Hellishólar, Rangárþingi eystra. Breytingin felst í því að landnotkun á 6,6 ha landi jarðarinnar er breytt úr frístundabyggð (F) í íbúðarbyggð (ÍB). Samkvæmt drögum að deiliskipulagi eru á svæðinu gert ráð fyrir 13 lóðum af mismunandi stærðum, allt frá 3.500 m2 í rúmlega 6.000 m2, fyrir einlyft einbýlishús.

 

Ofangreindar tillögur að skipulagsbreytingum er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 9. janúar 2019. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 20. febrúar 2019. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

 F.h. Rangárþings eystra

Guðmundur Úlfar Gíslason

Fulltrúi skipulags- og byggingarmála

 

Auglýsing um skipulagsmál í desember 2018

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru auglýstar tillögur að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024.

Eystra-Seljaland – Aðalskipulagsbreyting og umhverfisskýrsla
Breytingin tekur til um 8,6 ha lands úr jörðinni Eystra-Seljaland, Rangárþingi eystra. Gert er ráð fyrir því að núverandi landbúnaðarsvæði (L) verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði (VÞ). Fyrirhuguð er ferðaþjónusta á skipulagssvæðinu þar sem gert er ráð fyrir hóteli á eystri hluta þess. Ekki liggja þó fyrir nánari hugmyndir um aðra starfsemi. 

Vesturskák – Aðalskipulagsbreyting og umhverfisskýrsla
Breytingin tekur til um 6,0 ha lands sem er upprunalega úr jörðinni Kirkjulækjarkot,
Rangárþingi eystra. Gert er ráð fyrir því að hluta af núverandi frístundabyggð (F) verði breytt
í verslunar- og þjónustusvæði (VÞ). Skipulagstillagan gerir ráð fyrir því að á umræddu svæði
rísi nýbyggingar fyrir ferðaþjónustu.

Ofangreindar skipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 10. desember 2018. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 21. janúar 2019. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli. 


Auglýsing um skipulagsmál í nóvember 2018

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst til kynningar eftirfarandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012 - 2024.

Fornhagi - Aðalskipulagsbreyting - Kynning á lýsingu

Aðalskipulagsbreyting tekur til hluta af jörðinni Fornhagi, Rangárþingi eystra. Breytingin felst í því að landnotkun á 13 ha svæði jarðarinnar er breytt úr landbúnaðarsvæði (L) í afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF).

Ofangreind tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra verður kynnt fyrir almenningi með opnu húsi hjá skipulags- og byggingarfulltrúa, Austurvegi 4, Hvolsvelli, mánudaginn 3. desember 2018 kl. 10:00 - 12:00. Einnig verður tillagan aðgengileg á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is.


Auglýsing um skipulagsmál í nóvember 2018

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru auglýstar tillögur að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024.


RáðagerðiAðalskipulagsbreyting
Breytingin gerir ráð fyrir því að núverandi landbúnaðarsvæði (L) verði breytt í frístundabyggð (F) fyrir allt að 8 frístundalóðir. 

EyvindarholtAðalskipulagsbreyting
Breytingin gerir ráð fyrir því að núverandi landbúnaðarsvæði (L) verði breytt í frístundabyggð (F) fyrir allt að 14 frístundalóðir. 

Guðnastaðir/SkækillAðalskipulagsbreyting
Breytingin gerir ráð fyrir því að núverandi landbúnaðarsvæði (L) verði breytt í flugbraut/lendingarstaður (FB). 

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er eftirfarandi deiliskipulagstillaga í Rangárþingi eystra auglýst.

Hvolsvöllur miðbærDeiliskipulagstillaga og greinargerð.
Deiliskipulagstillagan tekur til svæðis sem er beggja vegna þjóðvegar nr. 1 þar sem hann fer um Hvolsvöll. Skipulagssvæðið afmarkast til norðurs að aðveitustöð Rariks. Til vesturs afmarkast skipulagssvæðið af beinni línu samhliða langhlið kyndistöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. Til suðurs afmarkast skipulagssvæðið af Austurvegi 1 og til austurs af Vallarbraut. Stærð skipulagssvæðisins er um 14 ha.

Ofangreindar skipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 12. nóvember 2018. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 24. desember 2018. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.