Fréttir og tilkynningar

Katla jarðvangur verðlaunaður fyrir útsýnisstíg við Eyjafjallajökul

Katla jarðvangur hefur hlotið Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2025. Verðlaunin eru veitt fyrir vel heppnaða hönnun og bætt öryggi við nýjan útsýnisstíg og myndatökustað við Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Verkefnið er samstarfsverkefni Kötlu jarðvangs, Rangárþings eystra og landeigenda.

343. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra

FUNDARBOÐ - 343. fundur sveitarstjórnar verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, fimmtudaginn 11. desember 2025 og hefst kl. 12:00

Útgáfuhóf Goðasteins

Útgáfuhóf Goðasteins verður haldið þriðjudaginn 9. desember kl. 20 í Hvolnum á Hvolsvelli. 61. árgangur Goðasteins kemur út 8. desember.

Snyrting á gróðri við lóðamörk

Við minnum á að huga að gróðri við lóðamörk fyrir komandi vetur. Samkvæmt byggingarreglugerð nr. 112/2012, gr. 7.2.2 ber að: • Gróður haldist innan lóðarmarka og skagi ekki út yfir gangstéttar, akbrautir eða opin svæði. • Tryggja lágmarkshæð undir greinum og gróðri sem teygir sig yfir göngu- eða akleiðir: 2,8 m yfir gangstétt og 4,2 m yfir akbraut.

Atvinnuauglýsing - Leikskólaráðgjafi

Félags- og Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, auglýsir eftir leikskólaráðgjafa í hópinn.

Atvinnuauglýsing - Teymisstjóri í barnavernd og farsældarþjónustu

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir laust til umsóknar starf teymisstjóra í barnavernd og farsældarþjónustu. Um er að ræða 100 % starfshlutfall. Næsti yfirmaður er framkvæmdarstjóri félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.
  • Velkomin heim

    Sjáðu viðtöl við íbúa sveitarfélagsins

Samstarfsaðilar