Að venju stikla ég hér á stóru um nokkur af þeim helstu verkefnum sem við hjá Rangárþingi eystra og aðrir í sveitarfélaginu okkar höfum verið að fást við að undanförnu. Sveitarstjórn er hér samankomin á ný, eftir sumarfrí, en byggðarráð hefur sinnt hennar störfum frá því í júní. Ég vil bjóða sveitarstjórnarmenn velkomna til starfa á ný og hlakka til áframhaldandi góðs samstarfs í þeim fjölbreyttu verkefnum sem fram undan eru