Fréttir og tilkynningar

Tökum höndum saman gegn sóun

Vissir þú að á grenndarstöðvunum okkar hér í Rangárþingi safnast að jafnaði um 1.200 kíló af textíl í hverjum einasta mánuði? Þetta er talsvert magn þegar horft er til íbúafjölda og sýnir svart á hvítu hversu mikið af fatnaði og öðrum textíl við látum frá okkur.

Heitavatnslaust á Hvolsvelli og nágrenni 9.desember

Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust á Hvolsvelli og nágrenni þann 9. desember frá klukkan 09:30 til klukkan 19:00. Sjá nánar á heimasíðu Veitna www.veitur.is

Jólatrjáasala Skógræktarfélags Rangæinga

Árleg jólatrjáasala Skógræktarfélags Rangæinga verður sunnudaginn 14. desember n.k frá kl. 12-15 í Bolholtsskógi á Rangárvöllum.

294.fundur Byggðarráðs

294. fundur Byggðarráðs verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, fimmtudaginn 4. desember 2025 og hefst kl. 08:15

Ártalið lýsir upp skammdegið – Áralöng hefð á Hvolsvelli

Nú þegar styttist í áramótin er fátt notalegra en að sjá ljósadýrðina lýsa upp tilveruna hér í byggð. Ártalið stóra, sem vísar veginn inn í nýja árið, er komið á sinn stað í hlíðinni og minnir okkur á að árið 2025 er handan við hornið.

Verslum í heimabyggð

Hér í Rangárþingi eystra og í allri Rangárvallasýslu er mikið úrval af allskonar verslun og þjónustu. Nú fyrir jólahátíðina er rétt að huga að því að það þarf ekki alltaf að leita langt yfir skammt og flest sem vantar má finna hér í heimabyggð, sérstaklega þegar veður og færð geta spillst fljótt.
  • Velkomin heim

    Sjáðu viðtöl við íbúa sveitarfélagsins

Samstarfsaðilar