Skógræktarfélag Rangæinga og nemendur í 9. og 10. bekk Grunnskólans á Hellu bjóða gestum að ganga draugastíginn sunnudaginn 9. nóvember kl 17:30. Boðið verður upp á grillaðar pylsur og drykki.
Salan á Neyðarkallinum, árlegu fjáröflunarátaki Slysavarnafélagsins Landsbjargar, er hafin þessa dagana. Eins og íbúar þekkja er þessi söfnun ein sú mikilvægasta fyrir björgunarsveitir landsins og skiptir hún okkar fólk í Björgunarsveitinni Dagrenningu miklu máli til að fjármagna það starf sem sveitin sinnir.
Það var gleðistund í Hvolsskóla í gær þegar Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, mætti færandi hendi og afhenti foreldrafélagi skólans nýja poppvél að gjöf frá sveitarfélaginu.
Sögulegur áfangi náðist á ársþingi samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi (SASS) en öll 15 sveitarfélögin í landshlutanum ásamt öllum þjónustuveitendum sem vinna að málefnum barna á Suðurlandi undirrituðu samstarfsyfirlýsingu um stofnun Farsældarráðs Suðurlands. Þetta er í fyrsta sinn sem öll sveitarfélögin sameinast með þessum hætti um að setja velferð barna í forgang.