Þann 1. janúar 2022 hefst aðgangsstýring og gjaldtaka á móttökustöð Sorpstöðvarinnar á Strönd. Er það gert til að auka flokkun úrgangs og stýra aðgengi að móttökustöðinni.

Fasteignaeigendur í Rangárvallasýslu sem greiða sorpeyðingargjald fá afhent eitt klippikort á ári er inniheldur heimild til losunar á allt að 5m3 af gjaldskyldum úrgangi. Kortin eru afhent á skrifstofum sveitarfélaganna Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Ásahrepps og á móttökustöðinni á Strönd. Gefa þarf upp nafn og/eða fastanúmer eignar, kennitölu greiðanda sorpeyðingargjalds og kvitta fyrir móttöku. Ef inneign kortanna klárast þarf að greiða fyrir losun á gjaldskyldum úrgangi skv. gjaldskrá. Eingöngu verður hægt að greiða með greiðslukorti eða fá sendan reikning.

Klippikortin veita aðgang að móttökusstöðinni á Strönd og því er nauðsynlegt að hafa klippikortið ávallt meðferðis hvort sem komið er með gjaldskyldan eða ógjaldskyldan úrgang. Hvert klipp á klippikortinu er upp á 0,25 m3 af gjaldskyldum úrgangi. Til viðmiðunar samsvarar 240l tunna eða fullur svartur ruslapoki 0,25 m3.

Ef kort eru ekki meðferðis við komuna á Strönd þarf að greiða fyrir losun á gjaldskyldum úrgangi skv. gjaldskrá.

Við komu á móttökustöðina á Strönd skal úrgangur vera flokkaður. Ef hann er óflokkaður eða erfitt reynist að greina hverju er verið að henda, t.d. ef úrgangur er í svörtum ruslapokum, þá verður tekið af klippikortinu fyrir öllum úrganginum þó ógjaldskyldur úrgangur sé í bland.

Innakstur á Strönd verður þrengdur og stöðva þarf ökutæki við merktan inngang. Þar metur starfsmaður úrganginn, klippir af korti ef þess gerist þörf og vísar á rétta losunarstaði. Biðröð getur myndast við innganginn og því er farsælast að flokka úrganginn vel áður en komið er á Strönd svo losun gangi hratt fyrir sig.

Fyrir heimili og frístundahús er gjaldskyldur úrgangur m.a. skv. eftirfarandi – sjá einnig töflu:

Grófur og blandaður úrgangur s.s húsgögn, dýnur, kaðlar, net, innréttingar, leikföng, úrgangur frá framkvæmdum.

Óvirkur úrgangur s.s. múrbrot, flísar, gips, postulín, jarðvegur, gler (glerumbúðir undanskildar),

Timbur, litað og ólitað

Fyrir fyrirtæki er allur úrgangur gjaldskyldur nema plastumbúðir sem bera úrvinnslugjald, bylgjupappír, rúlluplast, hjólbarðar, málmar, raftæki og spilliefni. Sjá töflu.

Það er von okkar allra sem að úrgangsmálum koma að íbúar, eigendur frístundahúsa og rekstraraðilar í Rangárvallasýslu verði jákvæðir fyrir þessum breytingum. Móttökustöðin á Strönd er fyrst og fremst þjónustuaðili fasteignaeigenda í Rangárvallasýslu. Með því að auka flokkun verndum við umhverfið og breytum úrgangi í verðmæti. Flestan úrgang er hægt að endurnýta og ekki þarf að greiða fyrir skil á slíkum úrgangi. En annar úrgangur þarfnast kostnaðarsamrar meðhöndlunar og í þeim tilvikum þarf sá sem stofnar til úrgangsins að borga. Það er því mjög mikilvægt að flokka rétt og koma þannig í veg fyrir sóun verðmæta og tryggja að einungis sé greitt þegar við á.

Að flokka er flott!

Stjórn og starfsmenn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.

Úrgangstegund móttekin á Strönd

Gjaldskylt frá fyrirtækjum

Gjaldskylt frá heimilum og frístundahúsum

Almennur heimilisúrgangur (grátunna)

nei

Grófur og blandaður úrgangur óflokkaður

Harðplast og annað óflokkað plast – án úrvinnslugjalds

nei

Plastumbúðir með úrvinnslugjaldi

nei

nei

Blandaður pappír/pappi

nei

Bylgjupappír

nei

nei

Timbur hreint og litað

Garðúrgangur, trjábolir og greinar

nei

Óvirkur úrgangur (múrbrot, gler, flísar, postulín, jarðvegur o.fl.)

Sláturúrgangur

Lífrænn heimilisúrgangur

nei

Heyrúlluplast, áburðarpokar – hreint

nei

nei

Hjólbarðar

nei

nei

Málmar

nei

nei

Spilliefni

nei

nei

Raftæki, rafhlöður, rafgeymar

nei

nei

 

Algengar spurningar:

Er hægt að fara inn á móttökusvæðið á Strönd án klippikorts? Já, þá er greitt fyrir gjaldskyldan úrgang skv. verðskrá.

Hverjir fá klippikort? Allir fasteignaeigendur sem greiða sorpeyðingargjöld fá eitt klippikort á ári. Eitt kort fyrir hvert fastanúmer eigna.

Hvenær er klippt af kortinu? Aðeins þegar um ræðir gjaldskyldan úrgang, sjá töflu

Hvað gera fyrirtæki þegar kort klárast? Greiða fyrir gjaldskyldan úrgang skv. gjaldskrá. Reikningar verða sendir mánaðarlega.

Ef klippikort einstaklinga klárast? Að öllu jöfnu ætti hvert kort að duga út árið. En ef það gerist þarf að greiða fyrir losun á gjaldskyldum úrgangi skv. gjaldskrá.

Hvað á að gera við komu á Strönd? Stöðva ökutæki við inngang og framvísa klippikorti. Starfsmaður skoðar úrganginn sem á að losa. Hann klippir kortið ef þess gerist þörf og vísar á rétta gáma.

Hvað gera leigjendur? Reiknað er með að leigusalar afhendi leigjendum klippikort.

Ef kort týnast? Þá er hægt að nálgast nýtt hjá framkvæmdastjóra Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.

Er hægt að nota ókláruð kort á næsta ári? Nei, árið 2023 verður gefið út nýtt kort.

Opnunartími á Strönd tekur breytingum þann 1. apríl 2022 en þá verður almennur opnunartími alla virka daga kl. 13-17 og á laugardögum kl. 11-15. Yfir sumartímann n.t.t. frá apríl til september er að auki opið til kl. 18:30 alla miðvikudaga og kl. 10-16 á laugardögum.