Deiliskipulag nær til afmarkaðs svæðið sem myndar heildstæða einingu hverfis, hverfishluta, götureits eða húsþyrpingar. Þar eru sett ákvæði um byggingarheimildir og útfærslu bygginga og frágang umhverfis.

Deiliskipulag er nánari útfærsla á aðalskipulagi þar sem settir eru fram skilmálar um stærðir, staðsetningu og notkun húsa. Einnig um yfirbragð byggðar, svo sem nánari útfærsla og hönnun.

Byggingarleyfi skulu vera byggð á deiliskipulagi.

Sveitarstjórn ber ábyrgð á gerð deiliskipulags en skipulags- og umhverfisnefnd er ráðgjafi sveitarstjórnar.

Á kortavef má finna gildandi deiliskipulög ef plúsinn við Skipulag er valinn og hakað í deiliskipulag. Deiliskipulag tekur gildi þegar það hefur verið samþykkt af sveitarstjórn og birt í Stjórnartíðindum.

Frekari upplýsingar má finna hjá Skipulagsstofnun