Byggingarleyfi

Fyrirspurn til Skipulags- og byggingarfulltrúa

Gagnvirk heimasíða aðalskipulagsins

- Kynningarmyndband um notkun síðunnar

Sveitarfélagsuppdráttur

Greinargerð

Forsendur og umhverfisskýrsla

Þéttbýlisuppdráttur:  Hvolsvöllur - Skógar

Sveitarstjórn Rangárþings samþykki á fundi sínum þann 20.12.2021 að auglýsa tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Rangárþings eystra skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er auglýst ásamt forsenduhefti og umhverfismatsskýrslu sbr. 15. gr. laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Tillagan inniheldur greinargerð, umhverfismatsskýrslu, sveitarfélags- og þéttbýlisuppdrætti fyrir Hvolsvöll og Ytri-Skóga ásamt séruppdráttum. Í aðalskipulagi er sett fram stefna sveitarstjórnar um þróun sveitarfélagsins varðandi landnotkun, byggðarþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál.

Tillögunni er ætlað að leysa af hólmi gildandi aðalskipulag Rangárþings eystra 2012-2024. Aðalskipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofu Rangárþings eystra að Austurvegi 4 á Hvolsvelli og hjá Skipulagsstofnun Borgartúni 7b, 105 Reykjavík frá og með 6. apríl 2022. Einnig má nálgast öll gögn tillögunnar rafrænt á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is.

Tillagan er auglýst frá og með frá 6. apríl með athugasemdafresti til 18. maí 2022. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir skulu berast skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 4, 860 Hvolsvöllur eða á netfangið bygg@hvolsvollur.is.

 

Aðalskipulag

Aðalskipulag er skipulagsáætlun sem nær til alls lands sveitarfélags. Í aðalskipulagi er sett fram stefna og ákvarðanir sveitarstjórnar um framtíðarnotkun lands og fyrirkomulag byggðar.

Stefna sem sett er fram í aðalskipulagi er útfærð nánar í deiliskipulagi fyrir einstök hverfi eða reiti.

Deiliskipulag

Deiliskipulag nær til afmarkaðs svæðis sem myndar heildstæða einingu – hverfis, hverfishluta, götureits eða húsaþyrpingar. Þar eru sett ákvæði um byggingarheimildir og útfærslu bygginga og frágang umhverfis.

Í deiliskipulagi eru settir skilmálar um mótun byggðar og umhverfis, svo sem um stærðir, staðsetningu og notkun húsa. Einnig um yfirbragð byggðar, svo sem nánar um útfærslu og hönnun bygginga og efnisnotkun. Þá er í deiliskipulagi sett ákvæði um lóðir og almannarými eins og götur, torg, leiksvæði og almenningsgarða. Byggingarleyfi og framkvæmdaleyfi skulu vera í samræmi við skipulag. Almenna reglan er að byggingaleyfi skuli byggja á deiliskipulagi, en framkvæmdaleyfi geta í tilteknum tilvikum byggt á aðalskipulagi.