Aðventusamkoma í Fossbúð
Á sunnudaginn standa kvenfélagið Fjallkonan og sóknarnefnd Eyvindarhólakirkju fyrir aðventusamkomu í Fossbúð kl 14.00.
Sr Jóhanna Magnúsdóttir nýr sóknarprestur okkar Eyfellinga kemur og segir okkur aðeins frá sjálfri sér og flytur okkur hugvekju. Hún verður líka með efni fyrir börnin.
Fjallkonur selja kaffi og með því. 1.500 fyrir fullorðna og frítt fyrir börnin.
Mætum sem flest og eigum góða samverustund á aðventu.
Allir velkomnir
05.12.2024
Fréttir