Við minnum á götulokanir í tengslum við Rift hjólakeppnina. Götulokanir taka gildi í dag, föstudag, kl. 13:00 og standa til 22:00 laugardagskvöld.
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) auglýsa eftir verkefnisstjóra til þess að starfa að fjölbreyttum verkefnum sem hafa það að markmiði að auka lífsgæði íbúa á Suðurlandi með áherslu á uppbyggingu og byggðaþróun.
283. fundur Byggðarráðs verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, fimmtudaginn 17. júlí 2025 og hefst kl. 08:15
Helgina 18. og 19. júlí verður malarhjólakeppnin The Rift haldin á Hvolsvelli og nágrenni.
Í ár ætlum við að vera með smá nýbreytni. Frá og með 8. júlí verður félagsmiðstöðin Tvisturinn opin á mánudögum og miðvikudögum fyrir nemendur mið- og elsta stigs Hvolsskóla og nemendur á framhaldsskólastigi.