- Visit Hvolsvöllur
- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar
Sundlaug | Líkamsrækt | ||
Fullorðnir (16 ára og eldri) | 1.100 kr. | Stakur tími | 1.500 kr. |
Börn (12-16 ára) | 550 kr. | 1 mánuður | 7.000 kr. |
Börn yngri en 12 ára | Frítt | 3 mánuðir | 15.000 kr. |
Eldri borgarar | 500 kr. | 6 mánuðir | 25.000 kr. |
Öryrkjar | 500 kr. | 10 miða kort | 14.000 kr. |
10 miða kort | 7.000 kr | Árskort í líkamsrækt | 33.000 kr. |
30 miða kort | 14.000 kr. | Árskort, fyrir eldri borgara og öryrkja | 15.000 kr |
Árskort í sund | 33.000 kr. | ||
Leiga á handklæði, sundföt og aðgangseyrir | 2.000 kr. | Námsmenn | |
Leiga á handklði eða sundfötum | 1.000 kr. | Árskort f. námsmenn | 25.000 kr. |
Aðgangur að sturtu | 700 kr. | 10 miða kort | 9.000 kr. |
Árskort í sund og rækt | 49.500 kr. | Mánaðarkort | 4.400 kr. |
Þriggja mánaða kort fyrir grunnskólanema (sund innifalið) | 10.000 kr. |
Útleiga á Íþrótta-, lyftingasal eða sundlaug undir starfsemi - Til lengri tíma: 15% af innkomu þess einstaklings sem er með námskeið
Íþróttasalur fyrir einstaklinga, viðkomandi verður að vera orðinn 18 ára.
500 kr. á einstakling
10 miða kort í íþróttasal 4.000 kr.
Leiga á sal fyrir barnaafmæli 15.000 kr.
Gjaldskrá þessi samþykkt af sveitarstjórn Rangárþings eystra 9. febrúar 2023
Gjaldskrá og reglur fyrir mötuneyti Hvolssskóla
1.gr.
Foreldrar/ forráðamenn sem ætla að nýta þjónustu mötuneytis Hvolsskóla þurfa að skrá börn sín í mötuneytið hjá ritara skólans. Starfsmenn Hvolsskóla skulu skrá sig í mötuneytið hjá ritara skólans. Tilkynning um úrsögn úr áskrift að mötuneyti þarf að berast til ritara fyrir 15. dag mánaðar og tekur hún þá gildi frá og með næstu mánaðarmótum. Úrsögn vegna barns þarf að berast frá foreldri eða forráðamanni.
2. gr.
Fyrir hverja máltíð í áskrift að mötuneyti greiðir nemandi kr. 530.- Þurfi nemandi að fá mat án þess að vera skráður í mötuneyti kostar máltíðin kr. 1.621.- en slíkar máltíðir skal panta hjá ritara skólans. Fyrir hverja máltíð í áskrift að mötuneyti greiða kennarar og aðrir starfsmenn kr. 572,- Gjald fyrir staka máltíð kennara og annarra starfsmanna er kr. 1.621,-. Nemendur, kennarar og aðrir starfsmann þurfa að skrá sig hjá ritara í stakar máltíðir fyrir kl. 10 að morgni. Hægt er að vera í áskrift einn til fimm daga vikunnar, en alltaf sömu vikudaga. Matarverð er endurskoðað um hver áramót og gefin út ný gjaldskrá.
3. gr.
Rangárþing eystra sendir greiðsluseðil vegna mötuneytisgjalda mánaðarlega. Fyrir áskrift 5 daga vikunnar eru rukkaðar 170 máltíðir á hverju skólaári. Deilist fjöldinn niður á 9 mánuði (september til maí). Gjald fyrir mötuneyti er greitt eftir á og er gjalddagi síðasti dagur mánaðarins sem rukkað er fyrir. Gjalddagi er síðasti dagur mánaðar og eindagi 15. dagur næsta mánaðar. Verði dráttur á greiðslum verða reiknaðir dráttarvextir, sbr. lög nr. um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001.
4. gr
Ekki eru veittir afslættir af mat og hressingu og ekki er dregið frá fæðiskostnaði vegna tilfallandi fjarveru úr skólanum sem varir skemur en viku samfellt.
Umsjónarmaður í mötuneyti heldur dagbók yfir þá sem nýta mötuneytið.
5. gr.
Gjaldskrá þessi tekur gildi frá og með 1. janúar 2023.
Gjaldskrá og reglur fyrir Skólaskjól
1. gr.
Skólaskjólið er fyrir börn í 1.– 4. bekk í Hvolsskóla. Foreldrar/forráðamenn sem ætla að nýta þjónustu Skólaskjóls þurfa að sækja um fyrir börn sín skriflega hjá ritara skólans. Uppsögn skal berast skrifleg, með mánaðar fyrirvara frá foreldri/forráðamanni til ritara skólans. Eyðublað um skráningu, breytingu og uppsögn fæst hjá ritara. Hægt er að skrá barn í 1–5 daga í Skólaskjóli í viku. Í Skólaskjóli gilda skólareglur Hvolsskóla.
Frestur til að sækja um áskrift, breyta áskrift, segja upp áskrift og sækja um afslátt er til 15. hvers mánaðar. Breytingar taka gildi frá og með næstu mánaðarmótum á eftir. Afsláttur er ekki veittur afturvirkt.
2. gr.
Boðið er upp á vistun í Skólaskjóli alla virka daga á skólaárinu að loknum skóladegi. Einnig er opið á foreldradögum og starfsdögum þegar leikskólinn Örk er starfandi. Skrá þarf sérstaklega í vistun þá daga sem nemendur eru ekki í skóla og þarf skráning að berast 2 virkum dögum fyrir tilsettan dag. Kostnaður fyrir þá daga eru krónur 2.183.-. Opnunartími Skólaskjóls er frá því skóla lýkur til kl. 17.00 alla daga nema föstudaga, þá daga er opið til kl. 16:00. Þá daga sem eru ekki nemendadagar í skólanum opnar Skólaskjólið kl. 8.
Fyrir fulla vistun í Skólaskjóli greiðast kr. 10.026,-. Fyrir síðdegishressingu í fullri vistun er greitt kr. 2.766,-.
3. gr.
Rangárþing eystra sendir greiðsluseðil vegna þjónustugjalda mánaðarlega. Gjald fyrir skólaskjól er greitt eftir á og er gjalddagi síðasti dagur mánaðarins sem rukkað er fyrir. Gjalddagi er síðasti dagur mánaðar og eindagi 15. dagur næsta mánaðar. Verði dráttur á greiðslum verða reiknaðir dráttarvextir, sbr. lög um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001.
4. gr.
Að jafnaði koma forföll ekki til frádráttar þjónustugjöldum nema um veruleg forföll sé að ræða og skal það metið í hverju tilfelli fyrir sig af skólastjóra. Tilkynna þarf forföll í Skólaskjóli til ritara skólans. Umsjónarmaður í Skólaskjóli heldur dagbók yfir þá sem nýta Skjólið. Sími í Skólaskjóli er 841-8604 og hjá ritara Hvolsskóla 488-4240.
5. gr.
Ef foreldrar/forráðamenn barna í Skólaskjóli eru jafnframt með barn í leikskóla í Rangárþingi eystra, er veittur 25% afsláttur af mánaðargjaldi. Ef foreldrar/forráðamenn eiga tvö börn í Skólaskjóli er veittur 50% afsláttur af mánaðargjaldi fyrir annað barnið. Ef tvö börn eru í Skólaskjóli auk barns í leikskóla er veittur 25% afsláttur fyrir annað barnið í og 50% afsláttur fyrir hitt barnið í Skólaskjóli. Ekki er gefinn afsláttur af síðdegishressingu.
Gjaldskrá gildir frá 1. janúar 2023
Gjaldskrá leikskóla
Vistun Verð
4 tímar |
kr. 14.766 |
5 tímar |
kr. 18.565 |
6 tímar |
kr. 22.277 |
7 tímar |
kr. 25.990 |
8 tímar |
kr. 29.693 |
8,5 tímar |
kr. 31.554 |
Tímagjald kr. 3.713.
Hægt er að kaupa stakan aukatíma kr. 1.471. Einungis notaður í einstaka tilfellum, ekki sem fastur liður í vistun.
Afslættir:
Afslættir reiknast eingöngu af vistunargjöldum og getur hver greiðandi eingöngu fengið afslátt skv. tveimur af ofangreindum afsláttarliðum. Námsmenn skulu staðfesta með vottorði frá skóla um skólavist á hverri önn. Öryrkjar þurfa að leggja fram gögn til staðfestingar örorku og er miðað við 75% örorku. Einstæðir foreldrar skulu framvísa vottorði um fjölskylduhagi frá Þjóðskrá, til staðfestingar á afslætti.
Gjald fyrir aukatíma ef barn er ekki sótt á réttum tíma kr. 2.087 pr. klst. Lágmark 0,5 klst. eða kr. 1.043,- og síðan kr. 524,- fyrir byrjaðar 15 mínútur.
Fæðisgjöld:
Morgunhressing kr. 3.050
Hádegismatur kr. 6.698
Síðdegishressing kr. 2.932
Kaupa verður hressingu fyrir barnið á þeim tíma sem sótt er um.
Foreldrafélagsgjald (innheimt fyrir foreldrafélagið á Örk) kr. 400
Gjaldskrá gildir frá 1. janúar 2023
Gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa
1. gr.
Byggingarleyfi skv. 51. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki.
Fyrir byggingarleyfi skal greiða eftirfarandi gjöld:
Byggingarleyfi skiptist í afgreiðslugjald og rúmmetragjald. Fyrir sérhvert nýtt byggingarleyfi vegna nýrra mannvirkja, viðbygginga og verulegra breytinga á þegar byggðu mannvirki, greiðist óafturkræft afgreiðslugjald kr. 72.629.
Fyrir breytingu á áður útgefnu byggingarleyfi og fyrir byggingarleyfi sem felur í sér minniháttar breytingu á þegar byggðu mannvirki, greiðist óafturkræft afgreiðslugjald kr. 35.181.
Innifalið í afgreiðslugjaldi er skráning umsóknar, yfirferð uppdrátta og útgáfa byggingarleyfis.
Fyrir sérhvert byggingarleyfi vegna nýrra mannvirkja, viðbygginga og verulegra breytinga á þegar byggðu mannvirki greiðist að auki rúmmetragjald sem hér segir:
kr. pr. rúmm.
Íbúðarhúsnæði og bílgeymslur |
308 |
Þjónustuhúsnæði (skrifstofu-, verslunar- og gistihúsnæði |
308 |
Iðnaðarhúsnæði og landbúnaðarbyggingar |
89 |
Óeinangraðar skemmur og gróðurhús |
66 |
Sumarhús |
553 |
Innifalið í rúmmetragjaldi er útmæling og áfangaúttektir skv. byggingarreglugerð ásamtskráningu húss hjá Þjóðskrá Íslands.
2. gr.
Málsmeðferð tilkynntra framkvæmda, sbr. ákvæði gr. 2.3.5. og 2.3.6 í byggingarreglugerð.
Vegna málsmeðferðar tilkynntra framkvæmda, sbr. gr. 2.3.5 og 2.3.6 í byggingarreglugerð, greiðist afgreiðslugjald kr. 72.629. Innifalið í gjaldi er móttaka og varðveisla gagna, yfirferð m.t.t. samræmis við skipulag og skráning hjá Þjóðskrá Íslands.
3. gr.
Framkvæmdaleyfisgjald skv. 1. mgr. 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við 13. – 16. gr. skipulagslaga, ákveður
sveitarstjórn gjald eftir umfangi framkvæmdar að fenginni tillögu skipulagsfulltrúa. Fjárhæð gjaldsins skal ekki vera hærri en sem nemur kostnaði við undirbúning leyfis og lögbundins eftirlits s.s. umsýslu og málsmeðferð skipulagsfulltrúa, utanaðkomandi sérfræðivinnu, nauðsynlegra umsagna, auglýsinga o.s.frv. Lágmarksgjald skal þó vera kr. 72.629.
Þegar álit Skipulagsstofnunar skv. lögum nr. 106/2000 með síðari breytingum er nauðsynlegt vegna framkvæmdar, telst kostnaður sveitarfélagsins vegna þess, hluti af kostnaði við undirbúnings leyfis.
Tímagjald skipulags- og byggingarfulltrúa vegna útgáfu framkvæmdaleyfa er 15.355 kr./klst.
4. gr.
Gjald fyrir skipulagsvinnu skv. 2. mgr. 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sé þörf á að vinna skipulagsáætlun eða gera breytingu á skipulagsáætlun vegna leyfisskyldra framkvæmda eða grenndarkynna byggingarleyfisumsókn er tekið gjald sem nemur kostnaði við skipulagsgerðina, umsýslu, kynningu og auglýsingu.
Aðalskipulagsbreyting skv. 1. mgr. 36. gr. |
Kr. |
Vinnsla breytingartillögu |
skv. reikningi |
Umsýslu- og auglýsingarkostnaður |
221.346 |
Óveruleg breyting á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr. |
|
Vinnsla breytingartillögu |
skv. reikningi |
Umsýslu- og auglýsingarkostnaður |
87.154 |
Nýtt deiliskipulag skv. 37. – 42. gr. |
|
Vinnsla breytingartillögu |
skv. reikningi |
Umsýslu- og auglýsingarkostnaður |
221.346 |
Nýtt deiliskipulag skv. 37. – 42. gr. án lýsingar og kynningar skv. 4. mgr. 40.gr. |
|
Vinnsla breytingartillögu |
skv. reikningi |
Umsýslu- og auglýsingarkostnaður |
157.709 |
Breyting á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. |
|
Vinnsla breytingartillögu |
skv. reikningi |
Umsýslu- og auglýsingarkostnaður |
157.709 |
Óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. með grenndarkynningu |
|
Vinnsla breytingartillögu |
skv. reikningi |
Umsýslu- og auglýsingarkostnaður |
87.154 |
Óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. án grenndarkynningar |
|
Vinnsla breytingartillögu |
skv. reikningi |
Umsýslu- og auglýsingarkostnaður |
41.502 |
Grenndarkynning byggingarleyfis skv. 44. gr. |
|
Umsýslukostnaður |
41.502 |
Málsmeðferð stakra framkvæmda skv. 1. tl. ákvæða til bráðabirgða |
|
Vinnsla breytingartillögu |
skv. reikningi |
Umsýslukostnaður |
41.502 |
5. gr.
Önnur afgreiðslu- og þjónustugjöld.
Fyrir aðra þjónustu en innifalin er við útgáfu byggingarleyfis sbr. 1. gr. ber að greiða eftirtalin gjöld:
|
Kr. |
Viðurkenning meistara |
13.680 |
Aukaúttekt, sem ekki er innifalin í 1. gr |
30.436 |
Öryggisúttekt |
30.436 |
Vottorð vegna rekstrarleyfa, án úttektar |
7.470 |
Vottorð vegna rekstrarleyfa, með úttekt |
37.906 |
Önnur vottorð sem ekki eru innifalin í 1. gr. |
7.470 |
Staðfesting eignaskiptayfirlýsinga |
24.902 |
Afgreiðslugjald og endurnýjun leyfis án breytingar * |
24.902 |
Útsetning vegna takmarkaðs byggingarleyfis og stöðuleyfis |
62.521 |
Aðrar útsetningar og mælingar |
skv. tímagjaldi |
Útsend gögn og teikningar |
3.451 |
Stofnun lóða í landskrá fasteigna skv. 48. gr. skipulagslaga |
24.902 |
Landnúmer umfram eitt |
7.470 |
Breyting á skráningu í landskrá fasteigna |
12.451 |
Afgreiðslugjald í skipulagsnefnd |
11.621 |
Afgreiðslu- og fyrirspurnargjald byggingarfulltrúa |
11.621 |
Gerð lóðaleigusamnings |
24.902 |
Stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á gámasvæði sveitarfélagsins, veitt til 12 mánaða |
23.543 |
Stöðuleyfi fyrir 40 feta gám á gámasvæði sveitarfélagsins, veitt til 12 mánaða |
41.201 |
Stöðuleyfi skv. gr. 2.6.1 og gr. 2.6.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 |
53.742
|
Tímagjald byggingarfulltrúa, kr/klst. |
15.355 |
* sé sótt um endurnýjun byggingarleyfis og breytingar að auki skal farið með það sem nýtt byggingarleyfi, það sem áður hefur verið greitt kemur til frádráttar.
6. gr.
Gjaldtökuheimild og breytingar á fjárhæð gjalda.
Gjaldskrá þessi er sett með heimild í 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 51. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Gjöld samkvæmt þessari gjaldskrá miðast við byggingarvísitölu í nóvember 2022, 149,2 stig, og breytast þau 1. janúar ár hvert til samræmis við breytingar á vísitölunni. Jafnframt fellur gjaldskrá nr. 532/2011 um byggingarleyfisgjöld og tengda þjónustu fyrir byggingar- og skipulagsfulltrúaembætti Rangárþings bs. úr gildi við gildistöku gjaldskrár þessarar.
Gjaldskrá gildir frá 1. janúar 2023
Gjaldskrá Vatnsveitu Rangárþings eystra
1. gr.
Vatnsgjald er 0,18% af fasteignamati húsa, sem tengst geta vatnsveitu.
2. gr.
Lámarks heimæðargjald (jafnaðargjald) vatnsveitu í þéttbýli (Hvolsvöllur og Skógar) er kr. 268.607,- m.v. 32 mm þvermál og allt að 25 metra lengd heimæðar. Heimæðargjald hækkar í samræmi við aukinn sverleika og/eða lengd heimæðar sem hér segir:
Þvermál rörs |
Lámarksgjald kr. |
Verð pr. m umfram 25 m. kr. |
|
32mm |
268.607 |
4.179 |
|
40mm |
295.740 |
4.515 |
|
50mm |
322.872 |
4.850 |
|
63mm |
363.461 |
5.306 |
|
75mm |
417.616 |
5.643 |
|
90mm |
457.121 |
6.208 |
|
3. gr.
Stofngjald í dreifbýli skal reikna sérstaklega í hverju tilfelli fyrir sig og skulu þau fela í sér allan kostnað sem til fellur vegna tengingar við stofnkerfi vatnsveitunnar. Að auki skal hvert lögbýli, sumarbústaður, landspildur/beitarhólf eða hvert annað mannvirki sem óskar tengingar við vatnsveitu, greiða tengigjald kr. 169.304,- per. inntak. Fyrir vatnslögn í landspildu/beitarhólf skal auk útlagðs kostnaðar, greiða kr. 28.217,- á hverja tengingu.
4. gr
Vatnsgjald í landspildum/beitarhólfum, þar sem ekki er flot-eða skriðlokabúnaður skal vera kr. 68.264,- fyrir hvern aftöppunarstað. Þar sem brynning er með flot- eða skriðlokubúnaði viðurkenndum af starfsmönnum skal vatnsgjald vera kr. 22.755,- á hvern aftöppunarstað.
5. gr.
Sírennsli er með öllu óheimilt. Ítrekuð brot á þessari grein geta varðað lokun vatnsæðar þar til að viðeigandi úrbætur hafi farið fram.
6. gr.
Í fyrirtækjum og annars staðar þar sem vatn er notað til annars en venjulegra heimilisþarfa, skal auk vatnsgjalds, greiða sérstakt notkunargjald kr. 33 pr.m3 samkvæmt rennslimæli sem vatnsveitan á og rekur.
Fyrir rennslismæla skal greidd árleg mælaleiga eftir stærð mælis sem hér segir:
32mm 14.673 kr.
40mm 16.930 kr.
50mm 22.573 kr.
63mm 42.890 kr.
75mm 59.820 kr.
90mm 84.650 kr.
7. gr.
Aukavatnsgjald fyrir stórnotendur þar til settur hefur verið upp mælir er kr. 1.100.000,-
8. gr.
Tímagjald starfsmanna Rangárþings eystra er kr. 7.337,-
9. gr.
Gjalddagi er tengidagur og eindagi 30 dögum síðar.
Skráður eigandi fasteignar ber ábyrgð á greiðslu vatnsgjalds og heimæðargjalds. Gjöldin njóta lögveðsréttar í lóð og mannvirkjum í næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði. Heimilt er að loka fyrir heimæðar hjá þeim sem vanrækja að greiða notkunargjald að undangenginni skriflegri aðvörun. Notkunargjald og leigugjald fyrir mæli, ásamt áföllnum kostnaði og vöxtum er heimilt að taka fjárnámi.
10. gr.
Heimæðargjöld taka breytingum 1. janúar ár hvert , skv. bygginarvísitölu útgefinni af Hagstofu Íslands. Byggingarvísitala í desember 2020; 149,2 stig.
11. gr.
Tenging við vatnsveitu Rangárþings eystra án leyfis er með öllu óheimil.
12. gr
Gjaldskrá fyrir vatnsveitu er byggð á lögum um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004 og reglugerð um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 401/2005. Gjaldskráin öðlast gildi við birtingu hennar í B-deild Stjórnartíðinda. Um leið fellur úr gildi gjaldskrá fyrir vatnsveitu í Rangárþingi eystra sem samþykkt var í sveitarstjórn 9. desember 2022.
Gjaldskrá fyrir Skógaveitu
Mælaleiga 2.413 kr. á mánuði
Vatnsgjald, 95 kr. á hvert tonn.
Við bætist: Orkuskattur til ríkissjóðs 2% Virðisaukaskattur 11%
|
|
Gjaldskrá gildir frá 1. janúar 2023
Gjaldskrá fyrir fráveitugjöld
1. gr.
Af öllum fasteignum í Rangárþingi eystra, sem liggja við vegi eða opin svæði, þar sem fráveitulagnir liggja, skal greiða árlegt fráveitugjald til sveitarfélagsins.
2. gr.
Álagningarstofn fráveitugjalds skv. 1. gr. skal vera 0,20% af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingum.
Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekkert fráveitugjald.
3. gr.
Gjalddagar fráveitugjalds skulu vera þeir sömu og sveitarstjórn ákveður fyrir fasteignaskatt og skal innheimtu þess hagað á sama hátt og innheimtu fasteignaskatts.
4. gr.
Þinglýstur eigandi fasteignar ber ábyrgð á greiðslu fráveitugjalds og er gjaldið tryggt með lögveði í fasteigninni.
5. gr.
Sveitarfélagið innheimtir árlega rotþróargjald til niðurjöfnunar á kostnaði við hreinsun og tæmingu rotþróa skv. 21. gr. samþykktar um fráveitur í Rangárþingi eystra.
Árlegt rotþróargjald á íbúðar- og frístundahús, þar sem tæming á sér stað að jafnaði þriðja hvert ár, skal vera eftirfarandi:
Rotþró kr. 14.500,-
Árlegt rotþróargjald við atvinnurekstur eða fyrirtæki, þar sem tæming á sér stað að jafnaði þriðja hvert ár, skal vera eftirfarandi:
Rotþró 0-4000 lítra kr. 14.500,-
Rotþró 4001-6000 lítra kr. 16.800,-
Rotþró 6001 lítra eða stærri kr. 7.500 pr.m3.
Fyrir aukalosun rotþróa, allt að 6000 lítra að stærð, skal greiða kr. 68.000,-. Fyrir aukalosun rotþróa, 6001 lítra eða stærri, skal greiða sérstaklega skv. gjaldskrá losunaraðila.
6. gr.
Við álagningu árlegs fráveitugjalds getur sveitarstjórn með einfaldri samþykkt sinni nýtt sér heimild í 4. mgr. 15. gr. laga nr. 9/2009, um niðurfellingu eða lækkun til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.
7. gr.
Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt skv. 15. gr. laga nr. 9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna og öðlast þegar gildi.
Hvolsvöllur, 16. febrúar 2023
Gjaldskrá fyrir kattahald
1. gr.
Skrá skal alla ketti í þéttbýli Rangárþings eystra skv. 3. mgr. 2. gr. samþykktar um kattahald í Rangárþingi eystra. Skráningargjald skal vera kr. 3.581,- og greiðist við skráningu. Árgjald er kr. 1.788,- og greiðist á hverju ári eftir skráningarárið.
2. gr.
Handsömunargjald skv. 5. gr. sömu samþykktar skal vera kr. 3.570,- í fyrsta skipti en síðan hækkar það í kr. 5.962,- ef til handsömunar kemur aftur innan sex mánaða frá fyrri handsömun.
3. gr.
Um vexti af vangreiddum gjöldum skv. gjaldskrá þessari gilda almennar reglur.
4. gr.
Gjaldskrá þessi er samþykkt af sveitarstjórn Rangárþings eystra með tilvísun til heimildar í samþykkt um kattahald í Rangárþingi eystra frá 14. júní 2012.
Gjaldskrá gildir frá 1. janúar 2023
Gjaldskrá fyrir hundahald á Hvolsvelli
1. gr.
Af hundum á Hvolsvelli skal sveitarsjóður innheimta gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari, sem er ætluð til að standa undir kostnaði við framkvæmd samþykktar um hundahald í Rangárþingi eystra nr. 442/2013.
2. gr.
Skráningargjald er kr. 10.230,-
Bráðabirgðaskráning kr. 1.744,-
3. gr.
Árlegt leyfisgjald fyrir hvern hund er kr. 10.230,-
Ekki er innheimt leyfisgjald það ár sem hundurinn er skráður.
4.gr
Hafi eigandi skráðs hunds lokið grunnnámskeiði í hundauppeldi viðurkenndu af sveitarstjórn Rangárþings eystra er heimilt að veita allt að 25% afslátt af gjöldum samkvæmt 2. og 3. gr gjaldskrár þessarar. Sveitarstjórn getur sett reglur um afsláttarkjör fyrir hundaeigendur sem hafa í hvívetna fullnægt ákvæðum samþykktar um hundahald í ákveðinn árafjölda eftir nánari ákvörðun sveitarstjóra.
5. gr.
Greiðsla fyrir ábyrgðartryggingu, eftirlit, umsjón og skráningu er innifalin í gjaldi samkvæmt 2. og 3. gr.
6. gr.
Við hverja afhendingu handsamaðs hunds ber að innheimta gjald kr. 6.710,-. Að auki skal greiða þann kostnað sem leggst á vegna dvalar eða geymslu viðkomandi hunds. Óskráða hunda má ekki afhenda fyrr en að lokinni skráningu og greiðslu skráningargjalds.
7. gr.
Gjalddagi skv. 3. gr. er 1. október og eindagi 31. október. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga. Um innheimtu gjalda fer samkvæmt ákvæðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998. Gjöld samkvæmt gjaldskránni má innheimta með fjárnámi. Við afskráningu hunds ber að endurgreiða árlegt gjald í réttu hlutfalli við þá mánuði sem eftir eru á árinu.
8. gr.
Ofangreind gjaldskrá sveitarstjórnar Rangárþings eystra staðfestist hér með samkvæmt 25. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, samanber samþykkt um hundahald í Rangárþingi eystra frá 23. apríl 2013.
Gjaldskrá gildir frá 1. janúar 2023
Gjaldskrá fyrir fjallaskála í Rangárþingi eystra
1. gr.
Gjald fyrir gistingu í fjallaskála á vegum Rangárþings eystra er kr. 4.000 á mann pr. nótt.
2. gr.
Gjaldskrá þessi tekur gildi við staðfestingu sveitarstjórnar.
Gjaldskrá gildir frá 1. janúar 2023
Gjaldskrá félagsheimila í Rangárþingi eystra
Ættarmót og hópar | Skýring | Gjald 11% vsk | Gjald 24% vsk |
Ættarmót og hópar - 1 dagur | Salur ásamt aðstöðu í eldhúsi | 71.500 | |
Ættarmót og hópar - helgi | Salur ásamt aðstöðu í eldhúsi | 143.000 | |
Svefnpokapláss | Í sal með aðstöðu í eldhúsi. | 3.400 pr. mann 1 nótt | |
Tjaldsvæði | Húsbýll, hjólhýsi, fellhýsi, tjaldvagn og tjald. Frítt f. 12 ára og yngri |
1.420 pr. mann á sólahring
|
|
Rafmagn | Húsbíll, hjólhýsi, fellhýsi á sólahring |
|
1.250 |
Leigutaki skal skila eldhúsi eins og tekið var við því, hreint og allt á sínum stað. Þrífa borð, ganga frá borðum og stólum á sinn stað og sópa gólf. Fjarlægja allt rusl úti og inni, setja í plastpoka ofan í ruslaílát utandyra.
Gisting | Skýring | Gjald 11% vsk |
Grunn- og framhaldsskólar og björgunarsveitir | Með aðstöðu í eldhúsi, án dýnu | 3.400 pr. mann per nótt |
Húsaleiga | Skýring | Gjald 24% vsk | STEF gjöld |
Dansleikur | án dyravarðar og gæslu | 30% | af innkomu ásamt STEFgjöld - trygging greidd fyrirfram |
Leiksýning, Tónleikar | án dyravarðar og gæslu | 15% | af innkomu ásamt STEFgjöld |
Salarleiga ** | Skýring |
Gjald 24% vsk Veislur og aðrir fundir með eldhúsi |
Veislur og aðrir fundir án eldhús |
Fundur og námskeið allt að 3 klst |
Pálsstofa, aðrir litlir salir | 5-15 persónur | 16.575 | 13.365 | |
Litli salur Hvoli, aðrir salir | 15-50 persónur | 34.990* | 28.215 | 17.500 |
Stóri salur*** | 66.840* | 64.930 | 33.420 |
Annað | Skýring | Gjald 24% vsk |
Afnot af vottuðu eldhúsi |
7.150 1/2 dagur 13.200 heill dagur |
*Sé óskað eftir sal degi fyrir veislu/viðburð er greitt 50% af dagleigu.
**Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að rukka 10% af salarleigu þegar bókun er gerð, það gjald er óendurgreiðanlegt.
***Stórir salir í félagsheimilum sem taka allt að 200 manns í sæti, sem og salurinn í Hvolsskóla.
Leigutaki skal skila eldhúsi eins og tekið er við því, hreint og allt á sínum stað. Þrífa borð, ganga frá borðum og stólum á sinn stað og sópa gólf. Fjarlægja allt rusl uti og inni, setja í plastpoka ofan í ruslaílát utandyra.
Tónleikar mega ekki standa lengur en til kl. 23:30 eftir það telst tónlistarviðburður dansleikur.
Gjaldskrá fyrir Sorpstöð Rangárvallasýslu
1. gr.
Heimild
Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt ákvæðum 11. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum. Sorphirðugjald og sorpeyðingargjald innheimtast með álögðum fasteignagjöldum ár hvert. Gjöld skv. 2.-4. gr. taka breytingum skv. vísitölu neysluverðs til verðtryggingar í upphafi hverfs árs.
2. gr.
Sorphirðugjald
Innheimta skal sorphirðugjald af öllu íbúðarhúsnæði skv. eftirfarandi álagsgrunni.
Ílátastærð | Grátunna | Blátunna | Græntunna | Lífræn tunna |
240 l ílát | 16.400 kr. | 5.500 kr. | 5.500 kr. | 5.500 kr. |
660 l ílát | 49.100 kr. | 16.400 kr. | 16.400 kr. | |
140 l ílát | 9.600 kr. | 3.200 kr. |
Sorphirðugjald fyrir grunneiningu íláta er kr. 27.400 og inniheldur 240l blátunnu, 240l grátunnu, 240l græntunnu og brúnt ílát í tunnu fyrir lífrænan úrgang. Hægt er fá fleiri og/eða stærri ílát.
3. gr.
Sorpeyðingargjald
Innheimta skal sorpeyðingargjald kr. 29.500 af öllu húsnæði í Rangárvallasýslu, þ.e. íbúðar-, frístunda, og atvinnuhúsnæði. Sorpeyðingargjald tekur til reksturs sorpkerfisins, s.s. rekstur grenndarstöðva, móttökustöðvar og förgunar- og endurvinnsluleiða. Greiðsla þess veitir viðkomandi aðilum aðgengi að soprkerfinu og afsetningu á heimilisúrgangi. Rekstraraðilar sem afsetja rekstrarúrgang á móttökustöðinni Strönd vegna atvinnurekstur skulu greiða fyrir það, sjá 4. gr. Gjaldtaka á Strönd er ekki hluti af sorpeyðingargjaldi sveitarfélagsins.
4. gr.
Gjaldtaka á móttökustöð
Gjaldtaka á móttökustöð miðast við þyngd og tegund úrgangsmagns sem afsett er.
Úrgangstegund | kr. kg. m. vsk | Gjaldskyldir |
Almennur heimilisúrgangur (grátunna) | 58 | Fyrirtæki/einstaklingingar |
Grófur og blandaður úrgangur óglokkaður | 75 | Fyrirtæki/einstaklingingar |
Harðplast og annað óflokkað plast - án úrvinnslugj. | 75 | Fyrirtæki/einstaklingingar |
Harðplast með úrvinnslugjaldi (s.s. brúsar, fötur) | ||
Heimilisplast | 30 | Fyrirtæki |
Blandaður pappír/pappi | 22 | Fyrirtæki |
Bylgjupappí | 0 | |
Timbur hreint | 12 | Fyrirtæki/einstaklingingar |
Timbur litað | 24 | Fyrirtæki/einstaklingingar |
Garðaúrgangur, tjábolir, greinar og jarðvegur | 6 | Fyrirtæki |
Óvirkur úrgangur (gler, flísar, postulín o.fl.) | 12 | Fyrirtæki/einstaklingingar |
Slátturúrgangur | 35 | Fyrirtæki/einstaklingingar |
Lífrænn heimilisúrgangur | 27 | Fyrirtæki |
Heyrúlluplast, áburðarpokar - hreint | 0 | |
Hjólbarðar | 0 | |
Málmar | 0 | |
Spilliefni, raftæki | 0 | |
Heimsendur gámur, flokkaður - 35.000 kr. | Einstaklingar | |
Komugjald fyrir losun án klippikorts á gjaldskyldum úrgangi - 500 kr. | Fyrirtæki/einstaklingingar |
Heimilt er að leggja á lágmarksgjald fyrir eðlislétt sorp (t.d. einangrunarplast) kr. 1.200 m3
Heimilt er að innheimta útlagðan förgunarkostnað sem hlýst af móttöku spilliefna.
Ef óflkkað er í heimsendum gám skal greitt skv. þyngd innihaldsins. Heimsendir gámar eru einingis fyrir íbúa í Rangárvallasýslu.
Klippikort með 5 m3 af gjaldskyldum úrgangi er í boði fyrir þá sem greiða sorpeyðingargjald.
5. gr.
Samþykkt og staðfesting
Gjaldskrá þessi var samþykkt á fundi stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. þann 21.11.2022 og staðfest af sveitarstjórnum þeirra sveitarfélaga sem reka Sorpstöð Rangárvallasýslu. Gjaldskráin gildir frá irtingu hennar í B-deild Stjórnartíðinda. Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá nr. 990/2021
Reglur um afslátt af fasteignaskatti
1. gr.
Tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili í Rangárþingi eystra er veittur afsláttur af fasteignaskatti og fráveitugjaldi samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Rangárþings eystra ár hvert og reglum þessum, sbr. heimild í 4. mgr. 5.gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
2. gr.
Rétt til afsláttar eiga íbúðareigendur í Rangárþingi eystra sem búa í eigin íbúð og
a) eru 67 ára á árinu og eldri
b) hafa verið úrskurðaðir 75% öryrkjar fyrir upphaf álagningarárs.
c) hafa ekki leigutekjur af viðkomandi húsnæði.
d) hafa ekki fullvinnandi einstaklinga/einstakling aðra en maka búsetta á heimilinu.
Afsláttur nær einungis til þeirrar íbúðar sem viðkomandi sannanlega býr í.
3. gr.
Hjón og samskattað sambýlisfólk fær fullan afslátt þó einungis annar aðilinn uppfylli skilyrði 2.gr. Ef um fleiri en einn íbúðareiganda er að ræða að eign, sem ekki uppfylla skilyrða 1. mgr., er veittur afsláttur til þeirra sem uppfylla skilyrði 2.gr., í samræmi við eignarhluta þeirra.
4. gr.
Afsláttur er tekjutengdur. Afsláttur er hlutfallslegur og miðast við tekjur síðastliðins árs samkvæmt skattframtali. Til tekna bæði launatekjur og fjármagstekjur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.
Tekjumörk vegna afsláttarins 2023 eru eftirfarandi
Tekjur einstaklinga | Tekjur hjóna | Niðurfelling |
Allt að 4.064.061 | Allt að 6.112.384 | 100% |
Milli 4.064.062 - 4.744.963 | Milli 6.112.385 - 7.033.736 | 75% |
Milli 4.744.964 - 5.419.123 | Milli 7.033.737 - 7.965.200 | 50% |
Milli 5.419.124 - 6.098.901 | Milli 7.965.201 - 8.893.297 | 25% |
5. gr.
Hafi orðið veruleg breyting á högum umsækjanda er heimilt að víkja frá 2. gr. þessara reglna varðandi búsetu í íbúð og viðmið um tekjumörk sl. árs.
Hér er einkum átt við sérstök tilvis s.s.:
a) Þegar maki hefur fallið frá á árinu og tekjur lækkað verulega
b) Ef um skyndilega örorku er að ræða sem hefur veruleg áhrif til lækkunar tekna
c) Einnig er heimilt að lækka fasteignaskatt í allt að 3 ár hjá þeim sem flutt hafa úr eigin íbúð á öldrunarstofnun en eiga áfram íbúð, sem ekki er leigð út eða nýtt af skyldmennum.
6. gr.
Afslátt skv. 4. gr. til ellilífeyrisþega skal reikna við álagningu og er byggður á upplýsingum frá ríkisskattstjóra um tekjur. Afslátturinn er birtur á álagningarseðli.
Örorkulífeyrisþegar fá afslátt skv. 4. gr. gegn framvísun örorkuskírteinis og skattskýrslu.
Samþykkt af sveitarstjórn Rangárþings eystra 12. janúar 2023.
Álagningarreglur 2023
Útsvar
Fasteignagjöld
Gjalddagar fasteignagjalda:
Gjalddagar eru 8: 1. febrúar - 1. mars - 1. apríl - 1. maí - 1. júní - 1. júlí - 1. ágúst - 1. september
Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga.
Gjalddagi er einn af gjald er lægra en 30.000 þann 1. apríl og eindagi 1. maí.
Samþykkt í sveitarstjórn Rangárþings eystra 13. desember 2023.