Á Kjötsúpuhátíðinni ár hvert er sveitalistamaður Rangárþings eystra tilkynntur.
Menningarnefnd Rangárþings eystra stendur fyrir valinu hverju sinni, en íbúar geta tilnefnt listamenn sem þeim finnst skara fram úr. 

Gjaldgengir eru þeir einstaklingar eða hópar sem búa í sveitarfélaginu og hafa þótt skara fram úr í sinni list.

 

Sveitalistamaður Rangárþings eystra árið 2018 er Kristjana K. Jónsdóttir eða Sjana, eins og hún er alltaf kölluð.
Hún sigraði í prjónasamkeppni um Fullveldispeysuna sem haldin var í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins.
Peysan þótti afar falleg og í anda fullveldisins.