Á Kjötsúpuhátíðinni ár hvert er sveitarlistamaður Rangárþings eystra tilkynntur.
Menningarnefnd Rangárþings eystra stendur fyrir valinu hverju sinni, en íbúar geta tilnefnt listamenn sem þeim finnst skara fram úr. 

Gjaldgengir eru þeir einstaklingar eða hópar sem búa í sveitarfélaginu og hafa þótt skara fram úr í sinni list.

 

Sveitarlistamaður Rangárþings eystra árið 2019 er Maríanna Másdóttir.
Hún hlýtur þessa viðurkenningu fyrir frumkvæði sitt í söng- og tónlistarstarfi með eigin flutningi og kennslu og fyrir hlutdeild sína í glæsilegum jólatónleikum á Hvolsvelli.