Næstkomandi fimmtudag, þann 14. ágúst, mun íþróttafélagið Dímon fara í dósasöfnun á Hvolsvelli. Mikilvægt er að sem flestir krakkar og fullorðnir hjálpi til við söfnunina. Þeir sem geta tekið þátt mæta í Króktún 9 kl. 17:00 til Óla Elí.
Gott er líka fyrir íbúa að vera búinn að taka saman þær dósir og flöskur sem þeir geta látið af.