Í aðalskipulagi er sett fram stefna sveitarstjórnar um þróun sveitarfélagsins varðandi landnotkun, byggðarþróun, byggðarmynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál.

Í aðalskipulagi er lagður grundvöllur fyrir gerð deiliskipulags(hlekkur á deiliskipulagið) varðandi landnotkun, takmarkanir á landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi og byggðarmynstur, þ.m.t. þéttleika byggðar.

Sveitarstjórn ber ábyrgð á aðalskipulag en skipulags- og umhverfisnefnd annast gerð aðalskipulagsins. Aðalskipulagið er unnið og sett fram í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010, skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og lög um umhverfismat áætlana og framkvæmda nr. 111/2021.

Frekari upplýsingar má finna hjá Skipulagsstofnun