Á Kjötsúpuhátíðinni ár hvert er sveitarlistamaður Rangárþings eystra tilkynntur.
Menningarnefnd Rangárþings eystra stendur fyrir valinu hverju sinni, en íbúar geta tilnefnt listamenn sem þeim finnst skara fram úr. 

Gjaldgengir eru þeir einstaklingar eða hópar sem búa í sveitarfélaginu og hafa þótt skara fram úr í sinni list.

 

Sveitarlistamaður Rangárþings eystra árið 2020 er Guðjón Halldór Óskarsson
Guðjón Halldór hlýtur þessa viðurkenningu fyrir óeigingjörn störf sín við að byggja upp öflugt tónlistarlíf í Rangárþingi og að miðla þekkingu sinni og reynslu til nemenda á öllum aldri.