- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Sveitarfélagið Rangárþing eystra er annt um friðhelgi einstaklinga og tekur persónuvernd mjög alvarlega. Sveitarfélagið leggur mikla áherslu á að meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf.
Rangárþing eystra safnar ólíkum persónuupplýsingum um mismunandi hópa einstaklinga eftir því hvaða starfssvið sveitarfélagsins er um að ræða. Undir öllum kringumstæðum leitast Rangárþing eystra við að safna einungis þeim persónuupplýsingum sem nauðsynlegar eru með hliðsjón af tilgangi vinnslunnar.
Í ákveðnum tilvikum þarf sveitarfélagið að safna viðkvæmum persónuupplýsingum, svo sem um heilsufar, trúarbrögð, aðild að stéttarfélagi og þjóðernislegan uppruna. Sérstök aðgát er höfð við meðferð skal slíkra upplýsinga.
Hér er hægt að nálgast persónuverndaryfirlýsingu Rangárþings eystra í heild sinni.
Nafn: Dattaca Labs ehf.
Heimilisfang: Grandagarður 16, 101 Reykjavík.
Netfang: dpo@dattacalabs.com