Viltu öðlast meiri þekkingu á svæðinu frá Eystri-Rangá að Skeiðarársandi? Styrkja færni þína í leiðsögn og skapa þín eigin tækifæri? Þá skaltu kynna þér námskeiðið - Leiðsögn á jarðvangi - Katla Geopark.
Töluvert minni aðsókn var í sundlaug Hvolsvallar yfir árið 2010 en var árið 2009 samkvæmt aðsóknartölum frá íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli. En samtals fækkaði gestum um 23% milli ára.
Í Rangárþingi eystra verður þorranum blótað að vanda í hverjum hinna gömlu hreppa. Hér má finna dagsetningar blótanna.
Eins og fram kom í síðasta fréttabréfi var áætlað að færa svifryksmælinn á Hvolsvelli austur undir Eyjafjöll. Það hefur nú verið gert.
Þann 15.janúar var opnað fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna. Ráðherra velferðarmála veitir styrkina, sem veittir hafa verið ár hvert síðan 1991, en umsjón með styrkveitingum hefur ráðgjafi Vinnumálastofnunar á Sauðárkróki.