Öflugt lið Hvolsskóla gerði góða hluti í Skólahreysti sem haldin var á Selfossi í liðinni viku.
Samdrykkja í Sögusetrinu 1000 ára afmæli Njálsbrennu 2011
er til viðtals á skrifstofu Rangárþings eystra, miðvikudaginn 2. mars kl. 11-13. Sjá eldri frétt
Við náttúruhamfarir geta börn orðið mjög hrædd og eftir á geta sum þeirra sýnt breytingar í hegðun og líðan. Hjá flestum börnum eru breytingarnar vægar, vara stutt og þau jafna sig algjörlega með tímanum. Hins vegar geta endurteknar upprifjanir um atburðinn valdið vanlíðan og kvíða. Því ber að varast að vera endurtekið að rifja upp atburðinn í viðurvist barnanna og þá sérstaklega yngri barna. Þetta á sérstaklega við um efni í fjölmiðlum.
Í athyglisverðri góðri grein í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um síðustu helgi er fjallað um afleiðingar eldgossins í Eyjafjallajökli undir heitinu „Ekkert dregið úr óvissu frá eldgosi.“ Þar er viðtal við Poulu Kristínu Buch og Sigurð Þór Þórhallsson, gríðarlega duglegt og myndarlegt fólk sem býr á jörðinni Önundarhorni undir Eyjafjöllum. Í greininni kemur fram að enn er nagandi óvissa í þeim hluta sveitarinnar sem allra verst varð úti í gosinu. Hér er í sjálfu sér ekki um mörg býli að ræða en nauðsynlegt að gefa þessu gætur og bregðast strax við. Óvissan er nagandi og hefur haft mikil áhrif á heilsufar íbúanna.