Mest var fækkunin á gestakomum á meðan á eldgosinu í Eyjafjallajökli stóð og um tíma þurfti að loka lauginni vegna öskufalls. Þá var jafnframt mikil fækkun yfir sumartímann en það má tengja minni umferð ferðamanna um svæðið, hvort sem um var að ræða íslendinga eða erlenda ferðamenn á eigin vegum.

Hins vegar er það ánægjulegt að síðustu 3 mánuði ársins var aukning í aðsókn í laugina og vonandi er það vísbending um væntanlegar gestakomur í sundlaugina á þessu ári.

Sundlaugin er opin alla daga ársins utan sérstakra opnunartíma yfir hátíðar. Hér að neðan má sjá aðsóknartölur fyrir sundlaugina á Hvolsvelli síðustu tvö árin. Inn í þessum tölum eru öll almenn notkun á lauginni auk æfinga og námskeiða íþróttafélaganna, en ekki hefur verið bætt við tölum yfir notkun laugarinnar fyrir skólasundið.

2009 2010
     2.108          1.610    
     1.565          1.536    
     2.084          1.870    
     2.194          1.242    
     3.422          2.523    
     5.176          3.187    
     8.786          7.281    
     5.317          3.978    
     1.762          1.652    
     1.659          2.177    
     1.367          1.374    
     1.048          1.200    
   36.488        29.630    


- ÞHA