Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa gert samstarfssamning við Strætó til þess að tryggja reglulegar almenningssamgöngur um suðurland.

Reglulegar ferðir Strætó fara frá Miðjunni á Hellu en hægt er að hafa samband á skrifstofu Strætó ef biðja á hann um að stoppa á öðrum stöðum sem liggja að þjóðvegi 1 í gegnum sveitarfélagið.

Allar nánari upplýsingar s.s. um tímaáætlun, kaup á strætó korti og fleira er aðgengilegt á www.straeto.is.