17. júní hátíðarhöld á Hvolsvelli 2025 verða bæði 16. og 17.júní með þjóðhátíðarbingó, morgunmat, skrúðgöngu, söng- og tónlistaratriðum og mörgu fleiru.
Eins og undanfarin ár verður sveitarfélagið Rangárþing eystra með leikjanámskeið fyrir yngstu börn grunnskóla.
Sveitarfélagið Rangárþing eystra iðar af lífi þessa dagana en von er á fjölmennu liði leikara og starfsmanna á vegum kvikmyndafyrirtækisins TrueNorth. Alls munu um 400 manns, sem starfa við framleiðslu á stórmynd sem til stendur að frumsýna næsta sumar, en töluverð leynd liggur yfir því hvaða mynd er verið að taka upp. Fylgir þó sögunni að þarna sé á ferðinni kvikmynd í leikstjórn eins vinsælasta leikstjóra um þessar mundir.
Á morgun, fimmtudaginn 12.júní verður opið hús í leikskólanum Öldunni milli 14:00 og 15:30. Á opnu húsi verður afrakstur starfs síðasta árs kynnt. Allir velkomnir.
Verkið felur í sér gerð á nýjum götum, Bergþórugerði og Vallarbraut, á Hvolsvelli. Verktaki skal jarðvegsskipta götustæði samkvæmt kennisniðum og leggja styrktarlag. Verktaki skal einnig leggja fráveitu, vatnsveitu, hitaveitu, reisa ljósastaura og leggja ljósastaurastreng og ýmist leggja eða aðstoða við lagningu annarra veitulagna.