Í ár ætlum við að vera með smá nýbreytni. Frá og með 8. júlí verður félagsmiðstöðin Tvisturinn opin á mánudögum og miðvikudögum fyrir nemendur mið- og elsta stigs Hvolsskóla og nemendur á framhaldsskólastigi.
Síðastliðið haust ákváðu konur í kvennakórnum Ljósbrá að skoða þann möguleika að fara erlendis í skemmti- og söngferð með það að markmiði að ferðast saman, þétta hópinn og í leiðinni, syngja á ókunnum slóðum.
282. fundur Byggðarráðs verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, fimmtudaginn 3. júlí 2025 og hefst kl. 08:15
Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust á Hvolsvelli og nágrenni þann 2. júlí frá kl 16:00 til kl 19:00. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Veitna: www.veitur.is.
Sorpstöð Rangárvallasýslu bs., byggðasamlag sveitarfélaganna Rangárþings ytra og eystra og Ásahrepps óskar eftir tilboðum í þjónustusamning til brennslu á 2500 tonnum/ári af óendurnýtanlegum úrgangi frá heimilum, fyrirtækjum og iðnaði á starfssvæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu. Áhersla skal lögð á, að hægt verði að nýta varmaorkuna frá brennslunni.