Þrátt fyrir öskufjúk á sunnudagskvöldið hélt Gospelkór suðurlands sína árlegu vortónleika í Hvolnum Hvolsvelli. Tónleikarnir voru vel sóttir þrátt fyrir ástandið utandyra og góð stemming í hópnum. Enda hvað er betra en að hlusta á góða tónlist í góðra vina hópi til að gleyma um stund öskufjúkinu.
Markaðsstofa Suðurlands hvetur þá sem ætla að ferðast um Suðurland á næstu dögum og í sumar að fylgjast vel með fréttum af framvindu gossins áður en ferðaáætlunum er breytt.
Sundlauginni hefur verið lokað um óákveðinn tíma vegna öskufjúks frá eldgosinu í Grímsvötnum. Verður hún lokuð þar til hægt verður að hreinsa laugina. Breyting á opnunartíma verður sett inn á vefinn um leið og tækifæri gefst.
Skólaár tónlistarskólans er að ljúka og verða því skólaslit miðvikudaginn 25. maí kl. 20:00 í Hvolnum. Þar taka nemendur skólans á móti vetrareinkunnarskjölum og þeim nemendum er luku prófi á skólaárinu verða veitt prófskírteini. Flutt verða nokkur tónlistaratriði.
Rangárþing eystra hefur stofnað til vinarbæjartengsla við Levanger kommune í Noregi. Um síðustu mánaðarmót heimsóttu nokkrir blaðamenn frá Levanger sveitarfélagið. Farið var með þá í ferð um svæðið og þeim kynnt öll starfsemi og þjónusta sem í boði er á svæðinu. Afrakstur þessarar ferðar var síðan birt í bæjarblöðum í Levanger.