Þrátt fyrir að gosið í Grímsvötnum sé stórt bendir ýmislegt til þess að það sé að minnka, auk þess sem gos i Grímsvötnum standi venjulega stutt.  Margt getur því breyst á stuttum tíma.

Davíð Samúelsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands: „Svo virðist sem gosið sé nú þegar í rénun og reynslan hefur sýnt okkur að gos í Grímsvötnum séu yfirleitt stutt, þó auðvitað sé ómögulegt að segja til  um það með vissu. Við hvetjum því fólk sem ætlar að ferðast um Suðurland að fylgjast með fréttum næstu daga og afla sér upplýsinga áður en það tekur ákvörðun um að breyta áætlunum sínum.“

Hægt er að nálgast upplýsingar um stöðuna á Suðurlandi hjá Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Hvolsvelli í síma 487 8043.


# # #

Um Markaðsstofu Suðurlands:
Tilgangur Markaðsstofu Suðurlands er að vera í fararbroddi í sameiginlegu markaðs- og kynningarstarfi fyrir Suðurland bæði innanlands og utan með áherslu á að auka atvinnustarfsemi og gjaldeyristekjur. Kostir Suðurlands til búsetu og ferðalaga eru hafðir að leiðarljósi og stuðlað er að aukinni eftirspurn eftir vöru og þjónustu. Lögð er áhersla á að styrkja ímynd Suðurlands, standa fyrir og styðja við fræðslu, ráðgjöf og nýsköpun. Tekið er tillit til allra atvinnugreina landshlutans og sérkenna einstakra svæða frá austri til vesturs því samstarf allra atvinnugreina og svæða er lykilatriði við að ná árangri í eflingu Suðurlands.