Sveitarstjórn Rangárþings eystra ásamt stjórnendum nokkurra stofnanna heimsóttu nokkur nágrannasveitarfélög í vestri í lok síðustu viku. Ástæða ferðarinnar var að nú er verið að skoða nokkra mikilvæga málaflokka í sveitarfélaginu og var áætlunin að skoða hvernig þeim er háttað hjá Ölfus, Hveragerði og Árborg. Málefnin sem um ræðir eru sorpmál, íþróttamannvirki og málefni dvalar-og hjúkrunarheimila.

Byrjað var á því að skoða aðstöðuna í Sundhöllinni á Selfossi en þaðan var haldið að dvalarheimilinu Ás í Hveragerði. Frá Ási var ferðinni heitið að Heilsustofnun NLFÍ þar sem Ingi Þór tók á móti hópnum og leiddi hann í gegnum starfsemina. Aldís bæjarstjóri Hveragerðisbæjar hitti hópinn eftir hádegi og fór með hann í skoðunarferð um bæinn. Frá Hveragerði var haldið til Þorlákshafnar á fund sveitarstjóra og skoðuð voru bæði íþróttamannvirki og dvalarheimilið 9-jan.

Ferðin heppnaðist með eindæmum vel og þakkar sveitarstjórn fyrir góðar móttökur.