Haustið 2015 hófst undirbúningur að stofnun Suzukideildar við Tónlistarskóla Rangæinga. Enn er verið að leggja grunn að deildinni og hægt að vera bjartsýn fyrir framtíðinni enda afskaplega duglegir nemendur og foreldrar sem nú stunda Suzukinám við skólann.
Laugardaginn 12. mars, fór fram fyrsta Suzukiútskriftin hjá skólanum. Fjórir nemendur útskrifuðust úr Suzuki Tilbrigðum á fiðlu og píanó. Einn nemandinn útskrifaðist að auki úr Suzukipíanóbók nr. 2.
Nemendunum er óskað hjartanlega til hamingju með árangurinn. Kennari nemendanna, Guðrún Markúsdóttir afhenti þeim viðukenningarskjöl að tónleikum loknum. Prófdómari á útskriftinni var Ulle Hahndorf. Á tónleikunum spiluðu auk þess fulltrúar tónlistarskólans sem spiluðu á Afmælistónleikum Suzukisambandsins í Hörpu 13. mars.