Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ætlar að flytja skrifstofu sína tímabundið á Suðurlandið dagana 22. - 24. maí nk.

Þorgerður Katrín verður með viðtalstíma í Pálsstofu í félagsheimilinu Hvolnum á Hvolsvelli, þriðjudaginn 23. maí frá kl. 8:30 - 12:00. Panta þarf tíma í viðtöl á netfangið gudny.steina.petursdottir@anr.is

Ráðherra mun flytja skrifstofu sína út á landsbyggðina, þrisvar til fjórum sinnum á ári, til að styrkja tengsl sveitarfélaga úti á landi við ráðuneytið.