Ólafur er fæddur 5. maí 1924 í Syðstu- Mörk undir Vestur-Eyjafjöllum.

Ólafur hóf störf hjá Kaupfélagi Hallgeirseyjar á Hvolsvelli árið 1946 sem sameinaðist nokkrum árum síðar Kaupfélagi Rangæinga. Árið 1965 gerðist Ólafur kaupfélagsstjóri Kaupfélags Rangæinga.

Ólafur byggði ásamt konu sinni Rannveigu Baldvinsdóttur Hótel Hvolsvöll árið 1984 og ráku þar gistingu um ára bil.

Árið 2013 á 80 ára afmæli Hvolsvallar hlaut Ólafur Atgeir Gunnars, æðstu viðurkenningu sveitarfélagsins. En hann er þekktir fyrir að sinna félagsmálastörfum að miklum krafti. Ólafur var einn af stofnendum Rótarýklúbbs Rangæinga sem og bridds- og skákfélags Rangæinga. Eftir að Ólafur lét af störfum hefur hann unnið ötullega að málefnum eldri borgara og stuðlaði að stofnun Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu árið 1993.

Ólafur fagnar deginum í faðmi fjölskyldunnar.

Rangárþing eystra sendir Ólafi og fjölskyldu hans hamingjuóskir í tilefni dagsins.