Menningarráð Suðurlands hefur ákveðið að árið 2011 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:

  1. Samstarf milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað.
  2. Verkefni sem efla nýsköpun tengd menningu.
  3. Verkefni sem stuðla beint að fjölgun atvinnutækifæra.
  4. Verkefni sem styðja við menningartengda ferðaþjónustu.
  5. Verkefni sem draga fram staðbundin eða svæðisbundin menningareinkenni eða menningararf.
Menningarráðið mun hvorki veita rekstrar-, stofnkostnaðar- né endurbótastyrki. Ekki verður heldur styrkt skráning á menningarminjum, starfsemi íþróttafélaga, bæjarhátíðir, almennar samkomur, safnaðarstarf og hefðbundið menningarstarf innan skóla.

Umsóknarfrestur er til og með 18. mars 2011.

Ætlunin er að tilkynna um úthlutun í apríl 2011. Fyrirvari er gerður um undirritun nýs menningarsamnings við ríkið fyrir þann tíma.

Umsóknum skal skilað til Menningarráðs Suðurlands á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á heimasíðu Menningarráðs www.sunnanmenning.is. Allar nánari upplýsingar veitir Dorothee Lubecki, menningarfulltrúi Suðurlands, í síma 480-8207, 896-7511 eða með tölvupósti menning@sudurland.is.

Umsóknir skal senda, í tölvupósti á menning@sudurland.is eða í ábyrgðarpósti, til Menningarráðs Suðurlands, Austurvegi 56, 800 Selfoss.

Menningarfulltrúi verður til viðtals í öllum sveitarfélögum.

Viðtalstími verður í Rangárþing eystra, miðvikudaginn 2. mars kl. 11 - 13 á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16 Hvolsvelli.


Gögn frá menningarfulltrúa:
Auglýsingin til útprentunar
Viðtalstímar í sveitarfélögum
Úthlutunarreglur Menningarráðs Suðurlands
Umsóknareyðublað 2011