Lífshlaupi ÍSÍ er nú lokið en góð þátttaka var í verkefninu í Rangárþingi eystra. Fjölmargir tóku hreyfinguna með trompi og mættu í íþróttamiðstöðina í sund eða aðra líkamsrækt og auk þess mátti sjá fólk á göngu eða hlaupa um götur Hvolsvallar.

Í stofnunum sveitarfélagsins starfar mikið keppnisfólk og var ákveðið að draga út þátttökuverðlaun til að hvetja fólk til þess að vera með. Það voru þær Harpa Sif Þorsteinsdóttir, leikskólanum Örk, Sigrún Elva Guðmundsdóttir, Kirkjuhvoli, Helga Guðrún Lárusdóttir, skrifstofa sveitarfélagsins og Þuríður Vala Ólafsdóttir, Hvolsskóla, sem voru dregnar út. 

Starfshópur Heilsueflandi sveitarfélags stóð að því að verðlauna þátttakendur en Ólafur Örn Oddsson, formaður hópsins, sá um afhendingu. Starfshópurinn hvetur íbúa til að halda áfram að huga að heilsunni og nýta alla þá góðu aðstöðu sem boðið er upp á til þess.

Verðlaunahafar