Dagana 9. til 12. október verða starfsmenn Hringrásar á ferð um sveitarfélagið og munu taka við ónýtum bílum eða öðrum málmum búum að kostnaðarlausu. Heimsókn þeirra nú er fyrri heimsókn þeirra frábrugðin að því leiti að nú verður keyrt heim að bæjum og húsum í sveitarfélaginu.

Hafi íbúar áhuga á að fá Hringrásarmenn til sín þarf að hafa samband við skrifstofu Rangárþings eystra í s: 488-4200 eða á netfangið hvolsvollur@hvolsvollur.is þar sem nánari upplýsingar verða veittar.

Einnig er óskað eftir ábendingum um yfirgefin bílhræ eða annað rusli sem átt gæti við í þessari hreinsun.

Nú er lag að taka til og farga, í svipaðri hreinsun í fyrra voru flutt rúm 200 tonn í burtu.

Hjálpumst að við að fegra sveitarfélagið okkar.