Herdís Kjartansdóttir sjúkraþjálfari verður með fyrirlestur um grindarbotninn, hvernig hann virkar, helstu vandamál tengd honum og ráð við grindarbotnsvandamálum þriðjudaginn 19. mars kl. 20:00 í Hvolnum á Hvolsvelli. Aðgangur ókeypis.

Herdís er með BSc í sjúkraþjálfarafræðum frá Læknadeild, Háskóla Íslands og hefur sótt fjölmörg námskeið á sviðum sjúkraþjálfunar og þjálfunar hérlendis og erlendis, meðal annars námskeið á sviði kvenheilsu, meðhöndlun stoðkerfisvandamála ofl.