FUNDARBOÐ
236. fundur Byggðarráðs
verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, fimmtudaginn 20. júlí 2023 og
hefst kl. 08:15

Dagskrá:
Almenn mál
1. 2307012 - Umsögn um tækifærisleyfi - Kotmót; Útihátið
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar,
Skálinn-Miðstöð hvítasunnumanna um tækifærisleyfi vegna árlegrar hátíðar
Hvítasunnukirkjunnar (Kotmót) um verslunarmannahelgina.


2. 2306026 - Erindi vegna fyrirspurnar samgöngunefndar SASS.
Skipulags- og umhverfisnefnd skilar inn minnisblaði til sveitarstjórnar vegna erindis
samgöngunefndar SASS.


3. 2307024 - Hlíðarvegur 14; Kauptilboð
Rangárþing eystra hefur auglýst fasteignina Hlíðarvegur 14 til sölu. Óskað er eftir
tilboðum í eignina.


4. 2208028 - Samþykkt um umhverfisverðlaun Rangárþings eystra
Skipulags- og byggingarfulltrúi, í samstarfi við Skipulags- og umhverfisnefnd, hefur
unnið að samþykkt um umhverfisverðlaun í Rangárþingi eystra. Á 5 fundi Skipulags- og
umhverfisnefndar samþykkti nefndin að samþykkt um umhverfisverðlaun í Rangárþingi
eystra yrði tekin til umræðu í sveitarstjórn með þeim breytingum sem ræddar voru á
fundinum. Lögð fram til umræðu og samþykktar samþykkt um umhverfisverðlaun
Rangárþings eystra.


5. 2307029 - Hvolsskóli; Greining á húsnæðisþörf
Fyrir liggur tilboð frá KPMG um greiningu á húsnæðisþörf fyrir Hvolsskóla til næstu
ára.


6. 2307031 - Hallgerðartún; Yfirborðsfrágangur
Fyrir liggur kostnaðaráætlun vegna yfirborðsfrágangs fyrsta áfanga Hallgerðartúns.


Fundargerðir til kynningar
8. 2307006 - SASS; 597. fundur stjórnar
Fundargerð 597. fundar stjórn SASS lögð fram til kynningar.


Mál til kynningar
7. 2307032 - Suðurlandsvegur í gegnum Hvolsvöll; Frumhönnun
Lögð fram til kynningar frumhönnunargögn Suðurlandsvegar í gegnum Hvolsvöll.


9. 2307023 - Greiðsla Úrvinnslusjóðs v. sérstakrar söfnunar
Með breytingu á lögum um úrgangsmál sl. áramót var sveitarfélaginu gert kleift að
gerast aðili að úrvinnslusjóði. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir greiðslur til
sveitarfélagsins vegna sérstakrar söfnunar úrgangsflokka.


10. 2103119 - Aðalskipulagsbreyting - Ráðagerði
Lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála
vegna kæru á ákvörðun sveitarstjórnar Rangárþings eystra um að falla frá fyrirhugaðri
breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna efnistöku í landi Ráðagerðis.


11. 2307027 - Fjölmiðlaskýrsla jan-júní 2023
Lögð fram til kynningar fjölmiðlaskýrsa fyrir Rangárþing eystra fyrir fyrstu 6 mánuði
ársins unnin af Credit info.


12. 2307004 - Bændasamtök íslands; erindi vegna lausagöngu búfjár
Lagt fram til kynningar minnisblað Bændasamtaka Íslands frá 6. júlí 2023 um
lausagöngu og ágang búfjár.


18.07.2023
Anton Kári Halldórsson, Sveitarstjóri