Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.

 

Eystra-Seljaland – nýtt deiliskipulag
Deiliskipulagið gerir ráð fyrir þremur byggingarreitum að Eystra-Seljalandi, L163760. Stærsti byggingarreiturinn gerir ráð fyrir veitinga- og hótelbyggingu á tveimur hæðum og allt að 2.500 m² og hámarkshæð mænis er 10,5 m. Einnig verður heimilt að byggja starfsmannahús með 40 íbúðum og sex gestahúsum sem verði allt að 150 m² að stærð og hámarkshæð mænis verði 5,5 m.

 

Bergþórugerði – nýtt deiliskipulag

Lagt er til að gerð verði breyting á deiliskipulagi í Bergþórugerði á Hvolsvelli. Breytingin felst í því að íbúðum í götunni er fjölgað úr 40 í 84. Gert er ráð fyrir 46 íbúðum í 2ja hæða fjölbýlishúsum með risi, 6 íbúðum í þremur parhúsum með risi og 22 íbúðum í einbýlishúsum, þar af 3 á tveimur hæðum með risi og 10 íbúðum í 2ja hæða raðhúsum með risi. Hámarks mænishæð er 7,5m.

 

Ofangreindar tillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 2.apríl 2024. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar og er athugasemdarfrestur veittur til og með 15.maí 2024. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

 

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra.

Eystra-Seljaland – breyting á aðalskipulagi

Um er að ræða breytingu á landnotkun á jörðinni Eystra-Seljaland, L163760 þar sem 26 ha. verður breytt úr Landbúnaðarland (L) í verslun- og þjónustu (VÞ).

 

Bergþórugerði – breyting á aðalskipulagi

Verið er að breyta fjölda íbúða úr 40 í 90 í heilda við Bergþórugerði á Hvolsvelli (ÍB9). Skipulagssvæðið helst óbreytt.

 

Butra – breyting á aðalskipulagi

Tillagan gerir ráð fyrir að um 25 ha. svæði úr landbúnaðarlandi (L1) verði breytt í skógræktarsvæði.

 

Hægt að nálgast skipulagstillöguna á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 2. apríl 2024 með athugasemdarfrest til og með 15. maí 2024. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

 

 

 

Framlengdu auglýsingarfrestur.

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.

Álftavatn – nýtt deiliskipulag

Deiliskipulagstillagan nær til tveggja byggingarreita B1 og B2 í landi Álftavatns, L198192. Á byggingarreit B1 verður heimild fyrir 300 m² íbúðarhús, 500 m² hesthús og 500 m² skemmu. Hámarkshæð mænis verður allt að 8 m. Á byggingarreit B2 verður heimilt að byggja sex 80 m² gestahús og hámarks mænishæð verður 5 m. Tillagan gerir einnig ráð fyrir 3 ha. skógræktarsvæði við B2.

 

Barkastaðir – nýtt deiliskipulag

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir tveimur byggingareitum, annars vegar 4.000 m² hótelbyggingu fyrir 90 gesti og hins vegar 1.500 m² starfsmannahús með möguleika á fastri búsetu. Hótelbyggingin skal vera á tveimur hæðum og allt að 11 m. miðað við gólfkóta jarðhæðar. Starfsmannahúsin eru á einni til tveimur hæðum og mænishæð allt að 7 m.

 

Ofangreindar tillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 27.mars 2024. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar og er athugasemdarfrestur veittur til og með 9.maí 2024. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

 

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra.

Barkastaðir – breyting á aðalskipulagi

Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að breyta 15 ha. landi úr Barkastöðum sem er landbúnaðarland (L2) í verslunar- og þjónustusvæði (VÞ) undir hótel sem rúmar 90 gesti.

 

Hægt að nálgast skipulagstillöguna á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 27.mars 2024 með athugasemdarfrest til og með 9. maí 2024. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

 

Opið hús skipulags- og byggingarfulltrúa verður þann mánudaginn 6. maí frá kl. 10:30 til kl. 13:00 þar sem hægt er að kynna sér ofangreindar tillögur.

 

F.h. Rangárþings eystra

Þóra Björg Ragnarsdóttir

Fulltrúi skipulags- og byggingarsviðs Rangárþings eystra