Markaðs - og menningarnefnd Rangárþings eystra leitar eftir áhugasömum aðilum til að sjá um og skipuleggja hátíðarhöld þann 17.júní 2024 á Hvolsvelli.

Til greina kemur að sækja um hátíðina í heild eða að hluta. Nefndin hvetur félagasamtök og/eða hópa að nýta sér hátíðarhöldin til fjáröflunar.

 

Hátíðarhöld á þessum degi hafa verið í senn hefðbundinn sem og fjölbreytt og skemmtileg og er nauðsynlegt að umsækjendur hafi það að leiðarljósi að dagskrá skal höfða til allra aldurshópa.

 

Nánari upplýsingar má nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins á netfangið hvolsvollur@hvolsvollur.is eða í síma 488 4200.

 

Umsóknum skal skila í tölvupósti á netfangið hvolsvollur@hvolsvollur.is fyrir 2. maí nk.