Fundargerð
15. fundur í Skipulagsnefnd Rangárþings eystra haldinn 
mánudaginn 6. janúar 2014, kl. 10:00, Ormsvelli 1, Hvolsvelli.

Mættir: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Elvar Eyvindsson, Kristján Ólafsson, Guðmundur Ólafsson, Þorsteinn Jónsson og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi.

Fundargerð ritaði Anton Kári Halldórsson


Efnisyfirlit:


SKIPULAGSMÁL:
1307044 Nátthagi – Deiliskipulag frístundasvæðis
1310016 Ytri-Skógar – Aðalskipulagsbreyting
1304018 Ytri-Skógar – Deiliskipulagsbreyting
1401002 Eystra-Fíflholt – Deiliskipulag landbúnaðarsvæðis
1312041 Hellishólar – Óveruleg breyting á deiliskipulagi
1401003 Rangárþing ytra – Ósk um umsögn við breytingu aðalskipulags
1312050 Guðnastaðir – Landskipti


BYGGINGAMÁL:
1401004 Steinmóðarbær – Byggingarleyfisumsókn


SKIPULAGSMÁL
1307044 Nátthagi – Deiliskipulag frístundasvæðis
Tillagan tekur til um 1,6 ha lands úr landi Seljalandssels. Tillagan byggir á deiliskipulagstillögu frá 1993 sem ekki hlaut lögformlega afgreiðslu. Gert er ráð fyrir 20 lóðum fyrir frístundabyggð sem hver um sig verður 400m². Heimilt verður að byggja allt að 50m² frístundahús og 10m² geymslu á hverri lóð. Á sameiginlegu svæði er gert ráð fyrir tjaldsvæði, snyrtiaðstöðu, leiktækjum, grilli, boltavelli og gestastæðum.
Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur ekki ásæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra 2003-2015. 


1310016 Ytri-Skógar - Aðalskipulagsbreyting
Tillagan tekur til um 3,6 ha svæðis að Ytri-Skógum. Svæði S15 (Fossbúð og nágrenni) sem skilgreint er sem svæði fyrir þjónustustofnanir, verði breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu (V5) og jafnframt stækkað til suðurs á kostnað opins svæðis til sérstakra nota. Aðrar breytingar verða ekki á landnotkun. 
Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna og eftir yfirferð Skipulagsstofnunnar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 


1304018 Ytri-Skógar – Deiliskipulagsbreyting
Helstu breytingar sem tillagan tekur til eru að lóð gamla barnaskólans er stækkuð til suðurs um 1030m². Gert er ráð fyrir nýrri 9230m² lóð undir hótel, sunnan við lóð gamla barnaskólans þar sem áður var gert ráð fyrir tjaldsvæði. Tvær ferðaþjónustulóðir sunnan við Fossbúð verða sameinaðar í eina og mun hún ná lengra til suðurs en áður. Hætt er við rútu- og bílastæði norðan og vestan við gamla barnaskólann og þau staðsett sunnan við skólann auk stæða austan við áætlað hótel og vestan við lóð fyrir ferðaþjónustu. Afmörkun tjaldsvæðis og allri þjónustu við það, auk bílastæða er færð að öllu leyti  sunnan við Fosstún. 
Afgreiðslu frestað.


1401002 Eystra-Fíflholt – Deiliskipulag landbúnaðarsvæðis
Um er að ræða tillögu sem áður hefur verið auglýst og samþykkt af sveitarstjórn Rangárþings eystra. Tillagan tekur til um 341,6 ha lands Eystra-Fíflholts, sem skipt er upp í þrjá hluta. Gert er ráð fyrir byggingu tveggja íbúðarhúsa og landbúnaðarbygginga. Vegna formgalla er tillagan tekin til meðferðar að nýju. 
Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur ekki ásæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra 2003-2015. 


1312041 Hellishólar – Óveruleg breyting á deiliskipulagi
Breytingin tekur til stækkunar á byggingarreits á lóð fyrir gistihús. Breyttar áherslur valda því að fyrirhugað er nú að ráðast í uppbyggingu gistihúsa fjær núverandi þjónustuhúsi en áður var gert. Þar með stækkar lóðin úr 6705m² í 11910m². 
Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulagsbreytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en landeiganda og sveitarfélagsins. 


1401003 Rangárþing ytra – Ósk um umsögn við breytingu aðalskipulags
Rangárþing ytra óskar eftir umsögn um lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Breytingin tekur til afmörkunar vatnsverndarsvæðis í landi Keldna á Rangárvöllum. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við lýsinguna. Nefndin vill þó ítreka að Rangárþing ytra og Rangárþing eystra hafi gott samráð sín á milli varðandi afmörkun vatnsverndarsvæða þar sem að aðalvatnsból Rangárþings eystra liggur við sveitarfélagsmörk. Nefndin bendir á að vatnsverndarsvæði Rangárþings eystra liggur að sveitarfélagsmörkum í nágrenni við umrætt svæði. Nefndin leggur til að sveitarstjórn óski eftir samstarfi við Rangárþing ytra um vatnsverndarmál í sveitarfélögunum.


1312050 Guðnastaðir – Landskipti
Guðni Ragnarsson kt. 240177-4209 og Arnheiður Dögg Einarsdóttir kt. 310878-5889, óska eftir að stofna 19,3 ha. spildu úr jörðinni Guðnastaðir ln.163860 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Steinsholti sf. dags. 03.12.13. Lögbýlisréttur fylgir áfram Guðnastöðum ln. 163860. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. Nefndin bendir á að samráð skal haft við Vegagerðina varðandi vegtengingu við Bakkaveg nr. 253.


BYGGINGARMÁL
1401004 Steinmóðarbær – Byggingarleyfisumsókn
Hansína Ósk Lárusdóttir kt. 280338-2819, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóðinni Steinmóðarbær ln. 163837, skv. meðfylgjandi uppdráttum unnum af Mannvit, dags. 04.12.13. 
Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráform. 


Fundi slitið kl. 11:35