Vaxtarsprotar er stuðningsverkefni sem hefur það markmið að hvetja og styðja við fjölbreytta atvinnusköpun í sveitum. Þátttakendur sitja námskeið þar sem þeir fá aðstoð við að þróa hugmyndir um eigin atvinnurekstur yfir á framkvæmdastig.

Vaxtasprotanámskeið er í boði á Suðurlandi á vormisseri 2011.

Kynnngarfundur um Vaxtasprota verða haldnir þriðjudaginn 18. janúar kl. 12:00 í Árhúsum á Hellu og kl. 15:30 í félagsheimilinu Þingborg.

Fundirnir eru öllum opnir. Áhugafólk um atvinnuuppbyggingu á Suðurlandi er sérstaklega hvatt til að mæta.

Nánari upplýsingar á www.nmi.is/impra, hjá Erlu Sigurðardóttur í síma 552 9491/867 2669 eða með tölvupósti á erla.sig@nmi.is.

Vaxtarsprotar eru á vegum Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Á Suðurlandi er verkefnið unnið í samstarfi við Búnaðarsamband Suðurlands og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands.