Útsýni, málverkasýning Hrafnhildar Ingu Sigurðardóttur, fædd á Vestur - Sámsstöðum í Fljótshlíð stendur yfir í Gallerí Ormi á Sögusetrinu á Hvolsvelli. Þar sýnir hún 30 olíumálverk og sækir myndefnið á heimaslóðir, veðrið, vindinn, víðáttuna og vatnaganginn. Hrafnhildur Inga býr nú á Sámsstaðabakka í Fljótshlíð. Sýningin stendur fram yfir miðjan september og er opin á sama tíma og Sögusetrið kl. 9-18 alla daga.