Ár hvert sendir Rangárþing eystra inn umsókn í styrkvegasjóð Vegagerðarinnar. Styrkvegir eru samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar vega skv. lögum.

Rangárþing eystra óskar eftir ábendingum frá íbúum um samgönguleiðir sem þarfnast lagfæringa og falla undi skilgreiningar Vegagerðarinnar.

Vegagerðin hefur heimild til að veita Rangárþingi eystra styrk til eftirfarandi samgönguleiða:

  1. Vega yfir fjöll og heiðar sem ekki teljast þjóðvegir
  2. Vega að bryggjum
  3. Vega að skíðasvæðum
  4. Vega að skipbrotsmannaskýlum
  5. Vega að fjallskilaréttum
  6. Vega að leitarmannaskálum
  7. Vega að fjallaskálum
  8. Vega innan uppgræðslu- og skógræktarsvæða
  9. Vega að ferðamannastöðum
  10. Vega að flugvöllum og lendingarstöðum sem ekki eru áætlunarflugvellir, en taldir upp í samgönguáætlun

Hafa skal í huga að samgönguleið sem nýtur styrks skal vera opin allri almennri umferð samkvæmt heimild úr vegalögum. Ábendingar sendast á skrifstofu Rangárþings eystra, Austurvegi 4, Hvolsvelli eða á netfangið anton@hvolsvollur.is

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri