Sl. ár hafa Umhverfisverðlaun Rangárþings eystra verið veitt á Kjötsúpuhátíðinni. Þrátt fyrir að engin sé hátíðin í ár var nauðsynlegt að verðlauna íbúa í sveitarfélaginu fyrir natni og snyrtimennsku á sínu nærumhverfi.

Veitt eru verðlaun í þremur flokkum og í ár barst metfjöldi tilnefninga frá íbúum. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd tekur svo lokaákvörðun um verðlaunahafa.

Snyrtilegasta býlið 2020

Skarðshlíð 1 - Kolbrún Hjaltadóttir og Ólafur Tómasson

Snyrtilegasta fyrirtækið 2020

Skálakot - Guðmundur Jón Viðarsson og Jóhanna Þórhallsdóttir

Snyrtilegasti garðurinn

Litlagerði 18 - Guðrún Ósk Birgisdóttir og Björgvin Bjarnason

Verðlaunahöfum er óskað hjartanlega til hamingju með viðurkenningarnar

Ólafur og Kolbrún í Skarðshlíð

 

Guðmundur í Skálakoti, Jóhanna var því miður ekki við þegar verðlaunin voru afhent.

Guðrún Ósk í Litlagerði 18, Björgvin var því miður ekki við þegar verðlaunin voru afhent.