Glófi hefur opnað Ullarhúsið við Austurveg á Hvolsvelli, við hliðina á Pósthúsinu. Í Ullarhúsinu verður ýmislegt í boði en sérstök áhersla er lögð á Varma vörur. Einnig verða tilboðskörfur með eldri vörum og B-vörur úr verksmiðjum Glófa.