Föstudaginn 15. mars fór fram USSS (Undankeppni Söngvakeppni Samfés á Suðurlandi) í Þorlákshöfn.
Fyrir hönd Tvistsins var það hún Björk sem söng lagði ,,Er nauðsynlegt að skjóta þá?‘‘ eftir Bubba Morthens og með henni voru Fannar Óli á gítar, Védís Ösp á píanói, Bergrún á trommum og Eik á bassa. Krakkarnir stóðu sig alveg einstaklega vel enda voru þau ein af þremur atriðum sem komust áfram í Söngvakeppni Samfés sem fer fram í Reykjavík í maí næstkomandi.