Það er afar ánægjulegt fyrir samfélagið að verkefnið verði unnið af hagleiksfólki úr heimabyggð. 

Sveitarfélagið leggur ákveðið fjármagn á hverju ári í uppbyggingu áfangastaða í sveitarfélaginu. Tröppurnar við Seljalandsfoss er stærsta verkefnið sem ráðist verður til í ár. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að laga aðgengi í kringum fossinn og eru troppurnar hluti af því. Verkefnið er einnig styrkt af umhverfissjóði Ferðamálastofu sem leggur 2 millj. í þennan hluta verksins. Uppsetning hefst í byrjun júní og er áætlað að verkið taki um 3-4 vikur.

Á meðan á uppsetningu stendur má búast við einhverjum truflunum við fossinn.

Kostnaðaráætlun við verkefnið er tæpar 6 milljónir. Umsjón með verkefninu hefur Oddur Hermannsson hjá Landform ehf á Selfossi.