Næstkomandi sunnudag, þann 8. júlí, munu Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari, Grímur Helgason klarinettuleikari og Kristján Karl Bragason píanisti leika á tónleikum í Selinu á Stokkalæk. Á tónleikunum, sem hefjast kl. 16, munu hljóma fjölskrúðug verk ; Rapsódía fyrir klarinettu og píanó eftir Claude Debussy ,Tríó Tarantella eftir Camille Saint-Saëns, Sóanta fyrir flautu og píanó eftir Robert Muczynski og Choros fyrir flautu og klarinettu eftir hinn brasilíska Hector Villa-Lobos, sem býr yfir líflegum takttegundum brasilískrar götutónlistar.

Þremenningarnir, sem öll hafa numið erlendis og starfa nú sjálfstætt á Íslandi og í Noregi, hafa síðastliðin tvö ár staðið að tónlsitarhátíðinni Bergmál á Dalvík. Segja má að tónleikarnir hér sunnan heiða séu nokkurskonar kærkominn upptaktur að Bergmáli sem fram fer dagan 6.-9. ágúst í ár.

Þess má einnig geta að Hafdís og Kristján Karl hlutu á dögunum styrk frá Norsk kulturråd til þess að ferðast ásamt Linn Annett Ernø flautuleikara um Noreg og Ísland, en tríó þeirra þriggja nefnist Trio Scandica. Tríó Scandica hefur nýverið leikið víðsvegar í Noregi og mun einnig koma fram á Íslandi á næstu vikum.