Í gær fimmtudag valdi nýráðinn landsliðsþjálfari U16 hópinn sem tekur þátt í Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi 9. - 14. júlí.

Þrjár stúlkur uppaldar hjá Knattspyrnufélagi Rangæinga voru valdar í æfingahópinn.  Þetta eru þær Bergrún Linda Björgvinsdóttir, Hrafnhildur Hauksdóttir og Katrín Rúnarsdóttir. Katrín leikur þessa dagana með Selfyssingum en Bergrún og Hrafnhildur með ÍBV í samstarfi ÍBV og KFR. Bergrún hefur æft með æfingahópi í vetur og spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd, á móti Dönum í Egilshöllinni í mars.

Það er gaman að segja frá því að KFR á einnig tvo leikmenn í A-landsliði kvenna en það eru þær Hólmfríður Magnússdóttir og Dagný Brynjarsdóttir sem báðar eru uppaldar hjá félaginu.

Fyrsti leikur liðsins verður gegn Finnum, mánudaginn 9. júlí og Svíar verða mótherjarnir daginn eftir. Leikið verður svo gegn Frökkum, fimmtudaginn 12. júlí og um sæti 14. júlí.

Frekari upplýsingar um riðilinn og leikina má finna inn á vef KSÍ.