Byrjað er að tæma rotþrær í Rangárþingi eystra. Fyrsta svæðið sem byrjað verður að tæma er Vestur- og Austur Eyjafjöll, ásamt hluta af Austur Landeyjum. Stefnt er að því að ljúka tæmingu á fyrrgreindum svæðum í byrjun vetrar. Eigendur rotþróa eru beðnir um að hafa eftirfarandi í huga:

  • Læst hlið á fyrrgreindum tæmingarsvæðum þurfa að vera opin þannig að tæmingaraðilar komist óhindrað að rotþróm
  • Rotþrær þurfa að vera aðgengilegar og vel sýnilegar
  • Tæmingarstútur á rotþró þarf að vera amk. 100 mm að þvermáli

Guðmundur Úlfar Gíslason

Skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings eystra