Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2013 verður haldin í Hvolsskóla 10. apríl kl. 14:00.

Friðrik Erlingsson rithöfundur flytur ávarp en að þessu sinni er lesinn texti úr skáldsögu hans um Benjamín dúfu. Ljóðskáld keppninnar er Þóra Jónsdóttir. Keppendur fyrir hönd Hvolsskóla eru Agnes Hlín Pétursdóttir og Guðni Steinarr Guðjónsson og varamenn eru Ásta Sól Hlíðdal og Högni Þór Þorsteinsson. Á milli upplesturs nemenda verða skemmtiatriði af ýmsu tagi frá nemendum Hvolsskóla.

Allir eru velkomnir á keppnina.