Þann 27. febrúar sl. fór fram málstofa í Hvolnum um rammaskipulag á sviði samgangna og ferðaþjónustu á Stór-Fjallabaksvæðið, norðan Mýrdalsjökuls. Fjöldi manns sótti fundinn og greinilegt er að mikill áhugi um þetta málefni er til staðar. Verkefnið var kynnt og flutt voru erindi sem vöktu upp hinar ýmsu spurningar sem reynt var að svara á sem bestan hátt. Það eru sveitarfélögin Rangárþing ytra, Rangárþing eystra og Skaftárhreppur sem koma að þessari vinnu og lýsingu vegna rammaskipulagsins má nálgast hér.

null