Staðan í 2. áfanga ljósleiðarakerfisins er almennt þessi:

Lokið er við plægingu til Merkur- og Dalbæja (þ.e. til lögheimila), og verða notendur á því svæði tengdir fyrir lok nóvember.  Plæging til notenda í Fljótshlíð stendur yfir og má búast við að þeim hluta ljúki í nóvember, en stefnt er að því að notendur í Fljótshlíð verði tengdir í desember/janúar.
Plæging kringum Hvolsvöll og í Landeyjum mun hefjast þegar verki í Fljótshlíð lýkur og búast má við að það verk standi nokkuð fram eftir vetri.

Öll eru þessi verk áætluð með fyrirvara um að veður hamli ekki framkvæmdum.