Nú þegar sumarið fer að minna á sig þá líður skólaárið undir lok og skólum er slitið. 

Tónlistarskóla Rangæinga verður slitið þriðjudaginn 23. maí kl. 16:00 í Menningarsalnum á Hellu. Nemendum verður afhent námsmat og einkunnir úr stigs- og áfangaprófum.  Flutt verða fjölbreytt tónlistaratriði. Allir velkomnir!

Leikskólinn Örk heldur útskrift þriðjudaginn 23. maí kl. í Hvolnum, Hvolsvelli. Þá verða elstu nemendurnir útskrifaðir en þau munu svo byrja í Hvolsskóla í haust.

Hvolsskóla verður svo slitið miðvikudaginn 24. maí kl. 16:00 í Íþróttahúsinu á Hvolsvelli. 10. bekkur verður útskrifaður og 7. bekkur mun svo selja vöfflur með rjóma í sal Hvolsskóla eftir skólaslitin en allur ágóði fer í ferðasjóð þeirra.