Vinna við nýja borholu á Laugalandi hefur gengið hraðar eftir að Veitur ákváðu að breyta um boraðferð við vinnsluhluta holunnar. Áætlað var að bora niður í 1800m dýpi en núverandi dýpi er 1841m. Því miður er árangur af borun holunnar ekki enn orðinn sá sem vænst var og er því stefnt á að dýpka holuna í von um að koma niður á vatnsmiklar æðar. Við skoðum stöðuna strax eftir helgi og upplýsum um framhaldið.


Við þökkum sýnda þolinmæði og skilning vegna framkvæmdarinnar en það er allra hagur að hún takist sem best.