F.v. Helga Elísabet Guðlaugsdóttir, umsjónarmaður verkefnisins Fjarðabyggð, Jón G. Valgeirsson sveit…
F.v. Helga Elísabet Guðlaugsdóttir, umsjónarmaður verkefnisins Fjarðabyggð, Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri Hrunamannahrepps, Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF, Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri Rangárþings eystra, Sara Elísabet Svansdóttir sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps og Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness.

Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, undirritaði í gær samstarfssamning við UNICEF á Íslandi og félagsmálaráðuneytið um þátttöku í verkefninu Barnvæn sveitarfélög. Ásamt Lilju undirrituðu sveitastjórar fjögurra annarra sveitarfélaga samstarfssamning við UNICEF á Íslandi og félagsmálaráðuneytið um þátttöku í verkefninu en þau eru Fjarðabyggð, Hrunamannahreppur, Seltjarnarnes og Vopnafjarðarhreppur

Verkefnið Barnvæn sveitarfélög miðar að því að byggja upp breiðfylkingu sveitarfélaga á Íslandi sem láta sér mannréttindi barna varða, með Barnasáttmálann að leiðarljósi og auknu samstarfi milli ríkis og sveitarfélaga. Árið 2019 gengu UNICEF á Íslandi og félagsmálaráðuneytið til samstarfs um framkvæmd verkefnisins undir formerkjunum Barnvænt Ísland. Markmið samstarfsins er að tryggja aðgengi allra sveitarfélaga að stuðningi við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á næstu tíu árum. Á næstu tveimur árum er stefnt að því að vel á annan tug sveitarfélaga bætist í hópinn sem nú þegar telur 17 sveitarfélög.

Verkefnastjóri Barnvæns sveitarfélags í Rangárþingi eystra er Gyða Björgvinsdóttir og verður hún með aðstöðu á skrifstofu Rangárþings eystra að Austurvegi 4.

Nánari upplýsingar eru aðgengilegar á vefsíðu verkefnisins.