Hildur Hákonardóttir höfundur bókarinnar Ætigarðurinn fjallar um ræktun og nýtingu villtra og hálfvilltra plantna.

Fimmtudaginn 29. ágúst klukkan 20:30 til 22:00 verður fyrirlestur í fjarfundabúnaði (sent frá Selfossi og sent út á Kirkjubæjarklaustri, Hvolsvelli og Vík). Fyrirlestrinum mun Hildur skipta í tvennt - fyrri helmingurinn er helgaður alþjóðlega eldhúsgarðsdeginum sem haldinn er 4ða sunnudaginn í ágúst. Hún mun fjalla um íslenskar og erlendar aðstæður til ræktunar. Nú er rétti tíminn til að undirbúa garðinn fyrir næsta vor. Í seinni hlutanum fjallar hún um plöntur í náttúru landsins sem sumar eru villtar og aðrar hálfvilltar og mátt þeirra og getu til að gera líf okkar betra og léttara.
Laugardaginn 31. ágúst klukkan 10:00 til 16:00 verður námskeiðið á Kirkjubæjarklaustri og skiptist sá dagur upp í inni- og útiveru. Um morguninn er mæting við Kirkjubæjarskóla þar sem gengið er um næsta nágrenni Klausturs og náttúran gaumgæfð - litast um eftir nýtilegum plöntum og safnað í sarp. Við fræðumst almennt um lækningajurtir og hver sé munurinn á lækningajurtum, kryddjurtum og matplöntum. Eftir hádegi verður sýnt hvernig má gera einfaldar nuddolíur, smyrsl og mixtúrur og fer það fram í eldhúsi Kirkjubæjarskóla. Í lokin verður lítil máltíð þar sem villtu plönturnar og heimafengin matföng leika eins stór hlutverk og náttúran á Klaustri bíður upp á.


Verð á námskeiðinu er 5000 kr. Skráning í síðasta lagi þriðjudaginn 27 ágúst, athugið takmarkaðan þátttökufjölda. 
Nánari upplýsingar og skráning í síma 8570634 (Rannveig) eða á netföngin rannveig@katlageopark.is og jonabjork@katlageopark.is 

Katla jarðvangur