Í síðustu viku var gengið frá samningum við nýja eigendur að Hótel Skógum. Það eru þeir félagar Elías Rúnar Kristjánsson og Arnar Freyr Ólafsson sem hafa keypt hótelið af Pólar hótel.

Hótel Skógar er hótel með 12 herbergjum og litlu veitingahúsi sem staðsett er á Skógum. Stærð herbergja er á bilinu 25 m2 og í 20m2 en heildarstærð fasteignarinnar er 471m2. Boðið er upp á veitingar skv. matseðli og er leitast við að viðhalda háum gæðastaðli á þjónustu sem og á framboðnum mat. Boðið er upp á morgunmat með gistingu ásamt hádegismat og kvöldverði. 

Elías hefur tengingar að Skógum en hann býr nú á Ytri-Skógum með unnustu sinni Ástu Rut Ingimundardóttur sem rekur dagvistun fyrir leikskólabörn í Seljalandsskóla. Elías verður hótelstjóri Hótel Skóga og mun hafa yfirumsjón með daglegum rekstri hótelsins. Stefnt er að því að opna hótelið í mars og að það verði opið allt árið.