Minningarsjóður Guðrúnar Gunnarsdóttur auglýsir eftir umsóknum ungs tónlistarfólks um styrk úr sjóðnum. Markmið sjóðsins er að styrkja efnilega nemendur í tónlist í Rangárvallasýslu til frekara náms, með fjárhagsaðstoð.

Stofnandi sjóðsins var móðir Guðrúnar, Ása Guðmundsdóttir frá Rangá, sem lengi bjó á Hvolsvelli og á meðfylgjandi mynd má sjá Ásu ásamt stjórn sjóðsins.

Umsóknarfrestur er til 25. september 2020 og skal senda til formanns sjóðsins, Ísólfs Gylfa Pálmasonar, Uppsölum, 861 Hvolsvelli eða á netfangið isolfurgp@gmail.com.

Rangæingar eru hvattir til að kaupa samúðarkort minningarsjóðsins sem eru til sölu hjá:

Sigurlín Óskarsdóttur, Norðurgarði 20, 860 Hvolsvelli

Gyðu Guðmundsdóttur, Freyvangi 3, 850 Hellu

Ágóði kortasölunnar rennur allur til sjóðsins.

 

F.h. minningarsjóðs Guðrúnar Guðmundsdóttur

Ágúst Sigurðsson, Sigurlín Óskarsdóttir og Ísólfur Gylfi Pálmason